Skapandi sumarstarf: Orgeltónleikar í Vídalínskirkju kl. 20
19.07.2017

Orgeltónleikar 19. júlí kl. 20:00
Miðvikudaginn 19. júlí nk. kl. 20 verða haldnir tónleikar í Vídalínskirkju á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ.
Þar ætlar Kjartan Jósefsson Ognibene að leika einleiksverk á orgelið sem Björgvin Tómasson hannaði og smíðaði. Kjartan hefur stundað nám við Tónskóla Þjóðkirkunnar síðan 2015 og lauk þaðan kirkjuorganistaprófi nú í vor. Á tónleikunum fær hann til liðs við sig söngkonuna Bryndísi Evu Erlingsdóttur, en ætlunin er að tvinna saman einleiksverk og sálmasöng á efnisskrá sem er fjölbreytt og spannar næstum því 200 ára tímabil tónlistarsögunnar.
Tónleikarnir verða sem áður segir þann 19. júlí í Vídalínskirkju og hefjast kl.20. Aðgangur er ókeypis.
Viðburður á fésbókarsíðu Skapandi sumarstarfa