Endurbætur Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási - forkynning - íbúafundur

14.12.2017

ENDURBÆTUR HAFNARFJARÐARVEGAR FRÁ VÍFILSSTAÐAVEGI AÐ LYNGÁSI
FORKYNNING-ÍBÚAFUNDUR

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögum að breytingum á deiliskipulagi svæða við Hafnarfjarðarveg til forkynningar. Um er að ræða kynningu í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á Hafnarfjarðarvegi á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss ásamt gatnamótum.

Tillögurnar eru aðgengilegar hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá 11. desember. Hægt er að senda inn ábendingar um tillögurnar á netfangið gardabaer@gardabaer.is fyrir 2. janúar 2018.

Boðað er til íbúafundar í Flataskóla, við Vífilsstaðaveg, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.15-19.00.
Þar verða tillögur kynntar og spurningum svarað.

Íbúafundur - viðburður á facebook síðu Garðabæjar.

Til baka