Bjóðum í samtal - íbúafundur kl. 17:30-19 í sal Toyota, Kauptúni

17.01.2018
Bjóðum í samtal - íbúafundur kl. 17:30-19 í sal Toyota, Kauptúni
Íbúafundir í janúar og febrúar

Bjóðum í samtal 

Hverfafundir - íbúafundir með bæjarstjóra og sviðsstjórum Garðabæjar
Miðvikudaga í janúar og febrúar kl. 17:30 – 19:00

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. janúar kl. 17:30 - 19 í fundarsal Toyota í Kauptúni. Íbúar Urriðaholts, Vífilsstaða og Hnoðraholts eru sérstaklega velkomnir.

Vefútsending frá fundinum verður á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Á dagskrá fundanna verður m.a.

Inngangur frá bæjarstjóra
Nágrannavarsla og þjónusta
Framkvæmdir í nærumhverfi og skipulagsmál
Fræðslumál og fjölskyldumál
Um hvað vilt þú tala? Innsendar fyrirspurnir bæjarbúa og fyrirspurnir úr sal – umræður

Vonumst til að sjá sem flesta íbúa taka samtalið við okkur á fundunum.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri

Boðið verður upp á súpu og brauð.
Íbúum gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir fyrir fundina á vef Garðabæjar, gardabaer.is.
Allir fundir verða sendir út beint á vef Garðabæjar. 

Fyrirspurnir og umræðuefni - sendu inn ábendingu!


Íbúar eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir fyrir fundina 
hér á vef Garðabæjar.  Einnig er hægt að senda inn óskir um umræðuefni á fundunum hér. 

Dagsetning

Hverfi

Fundarstaður

17. janúar
kl. 17:30-19

Urriðaholt, Vífilsstaðir og Hnoðraholt

Fundarsalur Toyota, Kauptúni

24. janúar
kl. 17:30-19

Álftanes

Hátíðarsalur Álftaness, íþróttamiðstöðinni

31. janúar
kl. 17:30-19

Akrahverfi, Arnarnes, Ásar, Sjáland, Garðahraun/Prýði, Hleinar

Sjálandsskóli

7. febrúar
kl. 17:30-19

Hæðahverfi, Flatahverfi, Byggðir, Búðir, Bæjargil, Fitjar, Hólar,  Garðatorg, Grundir, Móar,  Lundir,  Mýrar, Tún

Flataskóli


 
 
 
 
 
 
 

Hverfaskiptingin er leiðbeinandi, allir fundir eru opnir öllum og íbúar geta mætt á þann fund sem hentar best.

Frá vinstri:  Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs og Bergljót Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður fjölskyldusviðs.

Bæjarstjóri og sviðsstjórar
Til baka