Sumarsýning Grósku - opnun kl. 20 í Gróskusalnum

18.04.2018
Sumarsýning Grósku - opnun kl. 20 í Gróskusalnum
Sumarsýning Grósku

Sumarsýning félaga í myndlistarfélaginu Grósku opnar að kvöldi síðasta vetrardags miðvikudaginn þann 18. apríl kl. 20-23.

Sýningin fer fram í Gróskusalnum á Garðatorgi, gengið inn í göngugötuna fram hjá Víði og upp á 2. hæð. 


Léttar veitingar í boði og með tónlistaratriði verða Rakel Björk Björnsdóttir söngkona og Kristinn Þór Óskarsson gítarleikari. Allir Garðbæingar og aðrir listunnendur hjartanlega velkomnir. 

Opnunartími sýningarinnar fimmtudag til sunnudags 19.-22. apríl er kl. 12-18.

Viðburður á fésbókarsíðu Grósku.
Til baka