Ave María - Vortónleikar Kórs Vídalínskirkju kl. 20

16.05.2018
Ave María - Vortónleikar Kórs Vídalínskirkju kl. 20
Vortónleikar
Kór Vídalínskirkju heldur á þessu vori tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í Stykkishólmskirkju laugardaginn 12. maí kl. 16.00 og þeir síðari í Vídalínskirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 20.00. Einsöngvari verður Erla Björg Káradóttir og orgelleik annast Guðmundur Sigurðsson.

Efnisskráin samanstendur af kórverkum helguðum Maríu guðsmóður, þekkt og sjaldheyrð Maríuvers eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Báru Grímsdóttur, Rachmaninoff, Gomez, Dvorák og Elgar. Sungið er á íslensku, latínu, rússnesku og spænsku. Meðal fáheyrðra verka sem flutt verða er undurfögur Ave María eftir alþýðulistakonuna Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem nefnd hefur verið Listakonan í Fjörunni.

Erla Björg Káradóttir sópran syngur einsöng á tónleikunum og Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, leikur á orgel, en stjórnandi verður Jóhann Baldvinsson.

Allir eru velkomnir – aðgangur á tónleikana er ókeypis.
Til baka