Frumkvöðlasetrið Kveikjan

Frumkvöðlasetrið Kveikjan er rekin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands samkvæmt samningi við sveitarfélögin Garðabæ og Hafnarfjörð.

Aðstaða til að vinna að viðskiptahugmyndum

Kveikjan er að Strandgötu 31 í Hafnarfirði. Í Kveikjunni geta einstaklingar fengið aðstöðu til að vinna að viðskiptahugmyndum undir faglegri handleiðslu sérfræðinga Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Í Kveikjunni er góð vinnuaðstaða, gert er ráð fyrir að þar geti frumkvöðlar myndað tengslanet og fengið stuðning til að stofna fyrirtæki.

Garðbæingar sem hafa góða viðskiptahugmynd eru hvattir til að setja sig í samband við Nýsköpunarmiðstöð og kynna sér þá möguleika sem Kveikjan býður upp á.

Sótt um á vef Nýsköpunarmiðstöðvar

Nánari upplýsingar um frumkvöðlasetur og eyðublöð til að sækja um aðstöðu í Kveikjunni eru á vef Nýsköpunarmiðstöðvar, http://www.nmi.is/studningur/ad-hefjast-handa/frumkvoedlasetur/.  

Nýsköpunarmiðstöð Íslands