Fullorðinsfræðsla

Klifið – skapandi fræðslusetur í Garðabæ

Merki Kilfsins, skapandi fræðsluseturs í Garðabæwww.klifid.is

 

 

Haustbæklingur 2015

Hlutverk og markmið:

Hlutverk Klifsins er að efla og hvetja einstaklinga til að tileinka sér skapandi hugsun og trú á eigin getu og þannig þróa með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar.
Markmið Klifsins er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn jafnt sem fullorðna sem auðga líf fólks. Námskeiðin eru fyrir alla, óháð menntun. Við tökum vel á móti öllum. Námskeiðin snúa að tækni og vísindum, myndlist, tónlist, listdansi, leiklist og sjálfsrækt.

Hugmyndafræði:

Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og kenningum um hæfniþróun. Við leggjum okkur fram við að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins til að efla trú einstaklingsins á eigin getu.
Klifið leggur sig fram við að bjóða upp á fræðslu við hæfi ólíkra hópa, fræðslu sem vekur áhuga, og auðgar líf fólks á öllum aldri. í Klifinu er áhersla lögð á samvinnu og samstarf við nærsamfélagið við að þróa eigin leiðir í takt við umhverfi og samfélag.

Leiðbeinendur

Klifið er framsækið fræðslusetur og leggur mikið upp úr því að fá til sín sérfræðinga á sínu sviði til þess að leiðbeina á námskeiðum. Í Klifinu þróum við eigin hugmyndir og gerum tilraunir í samstarfi við leiðbeinendur, fagfélög, menntastofnanir og Háskóla. Við setjum upp smiðjur og námskeið, gerum tilraunir með nýtt námsefni, prófum nýjar nálganir í kennslu, gerum rannsóknir, hönnum námskeið og námsefni.
Námskeiðin snúa að tækni og vísindum, myndlist, tónlist, listdansi, leiklist og sjálfsrækt.

Hægt er að koma ábendingum áleiðs um áhugaverð námskeið og leiðbeinendur á netfangið: klifid@klifid.is

Fylgist með á vefnum www.klifid.is   og á Facebook síðu Klifsins. Á vefnum www.klifid.is  er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá sendar upplýsingar um ný námskeið.

Klifið, skapandi fræðslusetur
Holtsbúð 87, 210 Garðabær
Sími: 565 0600 - 858 1543 - 696 6808
Netfang: klifid@klifid.is
http://www.klifid.is