Kirkjustarf

Í Garðaprestakalli eru tvær sóknir; Garðasókn og Bessastaðasókn.

Þar eru þrjár kirkjur: Bessastaðakirkja, Garðakirkja og Vídalínskirkja.

Upplýsingar um kirkjustarf og starfsfólk sóknanna eru á vefjunum:

www.gardasokn.is
www.bessastadasokn.is

Kirkjur og safnaðarheimili

VídalínskirkjaVídalínskirkja var vígð 30. apríl 1995. Salur kirkjunnar rúmar um 280 gesti í sæti en opna má úr kirkjusalnum um gang yfir í sal safnaðarheimilisins og fæst þá rými fyrir 600 - 700 sæti.

Vídalínskirkja er við Kirkjulund, sími 565 6380.

 

GarðakirkjaGarðakirkja hefur verið sóknarkirkja Garðasóknar frá 1966. Kirkjan er byggð úr rústum kirkju sem var reist í Görðum árið 1880 en var lögð niður sem sóknarkirkja árið 1914 og síðan rifin að mestu. Að frumkvæði kvenna í Kvenfélagi Garðahrepps hófst endurbygging kirkjunnar árið 1953 og var hún vígð 20. mars 1966. Í kirkjunni eru sæti fyrir um 200 gesti.

Garðakirkja er í Görðum á Álftanesi, sími 555 2288.

BessastaðirBessastaðakirkja. Bygging núverandi kirkju hófst 1773 en hún var fullbyggð 1823. Þá lauk turnsmíðinni og hafði kirkjan þá verið hálfa öld í byggingu. Hún var þó vígð árið 1796. Kirkjan var reist úr grjóti sem tekið var úr Gálgahrauni. Verulegar breytingar voru gerðar á innviðum Bessastaðakirkju á árunum 1945-47, m.a. lagt trégólf í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956. Gluggarnir eru átta talsins eftir listamennina Finn Jónsson og Guðmund Einarsson frá Miðdal og þeir sýna atburði úr Biblíunni og úr kristnisögu Íslands. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1998. 

Sími í safnaðarheimilinu Brekkuskógum er: 577 1205.

Neyðarþjónusta presta

Vaktsími: 659-7133

Prestar í Garðabæ, Hafnarfirði og Vogum hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.