Jazzhátíð 2017

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-22. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna af ólíkum kynslóðum og boðið verður upp á ólík stílbrigði jazztónlistar við allra hæfi.  Hátíðin fær að þessu sinni til sín óvenju marga erlenda listamenn. Jazzhátíð Garðabæjar 20.-22. apríl 2017


Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fésbókarsíða Jazzhátíðar Garðabæjar

Dagskrá 2017 - auglýsing (pdf-skjal)

Dagskrá

Fimmtudagur 20. apríl:

Kl. 20:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju DeLux kvartett Sigurðar Flosasonar
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
DeLux Kvartett Sigurðar Flosasonar – nýr evrópskur jazz

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Þrír af fremstu jazzmönnum Lúxemborgar og Sigurður Flosason hafa starfað talsvert saman á meginlandinu undanfarin tvö ár. Nú sækja Lúxararnir okkur heim með stuðningi ,,Fonds National Cultural, Luxembourg“.
Sigurður Flosason: saxófónn
Michel Reis: píanó
Marc Demuth: kontrabassi
Jeff Herr: trommur
 

Föstudagur 21. apríl:

Kl. 20:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl 20:30 Tómas R. Einarsson - Bongó - latin jazzband
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
Tómas R. Einarsson: Bongó – latínjazz og söngur

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Nýjasta plata Tómasar, Bongó, var metsöluplata fyrir síðustu jól!
Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Sigríður Thorlacius: söngur
Bogomil Font: söngur og slagverk
Snorri Sigurðarson: trompet
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: söngur og barítón saxófónn
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: básúna og fiðla
Samúel J. Samúelsson: básúna og slagverk
Tómas Jónsson: píanó
Ómar Guðjónsson: gítar Kristófer Rodriguez Svönuson: slagverk  

 

Laugardagur 22. apríl:

Kl. 13:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju Mattias Nilsson píanóleikari
Mattias Nilsson - Sóló píanó frá Svíþjóð

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Hinn frábæri sænski píanóleikari flytur eigin tónsmíðar, þjóðlög og sálma frá heimalandi sínu með einstökum ljóðrænum þokka.
Mattias Nilsson: píanó

Kl. 15:00 Jónshús, Strikinu 6
Kvartett Maríu Magnúsdóttur – söngur og swing María Magnúsdóttir

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Garðbæska söngkonan er nýkomin heim úr framhaldsnámi í Hollandi og Bretlandi. Hún býður gestum félagsmiðstöðvar eldri borgara upp á aðgengilega standarda og swing.
María Magnúsdóttir: söngur
Hjörtur Ingvi Jóhannsson: píanó
Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Kristófer Rodriguez Svönuson: trommur

Kl. 17:00  Haukshús, Álftanesi
Tríó Agnars Más Magnússonar – þjóðlegur jazz Agnar Már Magnússon

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Agnar kynnir nýtt verkefni byggt á íslenskum þjóðlagaarfi Agnar Már Magnússon: píanó
Valdimar K. Sigurjónsson: kontrabassi
Scott McLemore: trommur
 

Kl. 20:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00 Richard Andersson NOR - tríó
Richard Andersson NOR – útgáfutónleikar

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar

Danski bassaleikarinn kynnir glænýjan disk með Garðbæingunum Óskari Guðjónssyni og Matthíasi Hemstock. Með stuðningi Nordic Culture Point.
Richard Andersson: kontrabassi
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Matthías Hemstock: trommur