Saga Garðabæjar

Saga Garðabæjar

Höfundur: Steinar J. Lúðvíksson

Saga Garðabæjar er mikið ritverk gefið út árið 2015. Ritið er liðlega 1900 blaðsíður, sem skipað er niður í fjögur bindi.

Í fyrsta bindinu er rakin saga Álftaneshrepps hins forna allt frá landnámi; annað bindið lýsir því hvernig sveitahreppur þróaðist í þéttbýli; þriðja bindið fjallar um það hvernig þessi vaxandi kaupstaður blómstrar og stækkar og fjórða bindið lýsir einstæðu náttúrufari sveitarfélagsins og rekur jafnframt sögu Vífilsstaða, sem kallað var Borgríki vonarinnar.

Í ritinu eru um 2000 ljósmyndir.

Höfundur verksins kemst svo að orði í inngangi: „Garðabær nútímans er glögg birtingarmynd þeirra breytinga sem orðið hafa á Íslandi á síðustu einni og hálfri öld, sem í raun er hægt að kalla þjóðlífsbyltingu og táknmynd þess hvernig þjóðin sótti úr eymd og fátækt til efna og velsældar.” Steinar rekur á aðgengilegan hátt breytingar á búsetu, atvinnuháttum, lærdómi, menningu og samfélagi, sem þróaðist frá kotbúskap og smábátaútgerð í öflugan kaupstað. Í verkinu eru raktar sögur af einstaklingum og hópum sem glæða frásögnina lífi og mennsku.

Ávarp sem höfundur flutti í útgáfuhófi vegna útgáfu ritsins 10. september 2015.

Í ritnefnd Sögu Garðabæjar sátu: Laufey Jóhannsdóttir, formaður, Ólafur G. Einarsson, Sigurður Björgvinsson og Hilmar Ingólfsson.

Saga Garðabæjar, fjögur bindi í öskju, alls 1908 bls.
Garðabær gefur út.
Bókaútgáfan Opna bjó verkið til prentunar.
Anna Cynthia Leplar hannaði öskju og bindi.
Eyjólfur Jónsson annaðist umbrot.

Kynningarverð kr. 19.900,-

Saga Garðabæjar er m.a. til sölu á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Ritið verður einnig selt í símsölu til íbúa Garðabæjar.