Samkomuhús

Samkomuhús og salir til leigu

Samkomuhúsið Garðaholt

Garðahverfi á Álftanesi
sími 555 1237 og 864 1257.

Rekstrarstjóri er Margrét Guðmundsdóttir og er hún við í síma 864 1257 mánudaga til föstudaga kl. 14-21 og sunnudaga kl. 13-17.

Garðaholt var upphaflega skólahús og þinghús íbúa í Garðahreppi, reist á árunum 1908 - 1911. Kvenfélag Garðabæjar sér um rekstur hússins, sem leigt er fyrir margs konar félagastarfsemi, árshátíðir, veislur og hvers konar samkomur aðrar en almenna dansleiki, en salur hússins rúmar um 120 gesti í sæti.

Félagsmiðstöðin Garðalundur

við Vífilsstaðaveg - í sömu byggingu og Garðaskóli
Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 8:00 - 16:00
sími 590 2575
netfang gardalundur@gardabaer.is,
veffang www.gardalundur.is

Forstöðumaður er Gunnar Hrafn Richardson
viðtalstími mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 11:00.

Í Garðalundi eiga félagasamtök þess kost á að nýta sér húsnæði, aðstöðu og tæki fyrir ýmsar samkomur og félagsstarf skv. samkomulagi við forstöðumann.

Salurinn getur með góðu móti rúmað 200-400 manns í sæti.

Salur í Jötunheimum

Í skátaheimilinu Jötunheimum við Bæjarbraut er hægt að leigja vel útbúinn og fallegan sal.

Upplýsingar eru veittar í síma 565 8820, netfang vifill@vifill.is

Upplýsingar eru einnig á  vef Skátafélagsins Vífils  

Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll

við Kirkjulund.  Sjá einnig heimasíðu Garðasóknar, www.gardasokn.is

Þórunn Birna Björgvinsdóttir, umsjón með safnaðarheimili
Farsími 861 6101
Netfang thbirna@gardasokn.is

Safnaðarheimilið var formlega tekið í notkun árið 1984. Þar er auk húsnæðis til kirkjustarfs aðstaða fyrir fundi, veislur og aðrar samkomur.

Samkomusalur Kirkjulundi 6-8

Samkomusalur til leigu fyrir samkomur og veislur. Í salnum er gott eldhús vel búið tækjum og áhöldum. Ágætt rými er fyrir 60-65 manns í sæti. Gott aðgengi að sér inngangi í salinn er á suðvesturhlið hússins. 

Upplýsingar veita: Marteinn Már s: 897 3652, Þrúður s: 895 9416 og Birgir s. 898-4715.

Urðarbrunnur 

Samkomusalur Fjölbrautaskólans í Garðabæ v/ Skólabraut

Upplýsingar eru veittar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, www.fg.is

Urðarbrunnur er glæsilegur samkomusalur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Salurinn er leigður út fyrir veislur og samkomur.

Skátaskálinn Vífilsbúð

Leigður til félaga og félagasamtaka. Árið 1968 var tekinn í notkun skálinn Vífilsbúð en hann var gjöf frá hreppsnefnd Garðahrepps. Skálinn brann til grunna árið 1997,en nýr skáli hefur verið reistur og er hann 60 m2 að grunnfleti auk svefnlofts. Skálinn er lýstur og hitaður með rafmagni og er hann notaður árið um kring.

Upplýsingar eru veittar í síma 565 8820, netfang vifill@vifill.is

Ekið er að skálanum um veg frá Heiðmerkurvegi.