Vinabæir

Vinabæir

Vinabæir Garðabæjar eru:

Rudersdal (vinabærinn Birkerød hefur nú sameinast Søllerød) í Danmörku
Asker í Noregi
Eslöv í Svíþjóð og
Jakobstad í Finnlandi
Vinabæir eru sveitarfélög á Norðurlöndum og stundum víðar, eitt frá hverju landi, sem stofnað hafa til samskipta um ýmis málefni.

Markmið vinabæjarsamstarfsins eru:

  • að miðla reynslu á sem flestum sviðum
  • styrkja menningartengsl
  • koma á skiptum milli félaga, skóla og vinnuhópa
  • stuðla að vináttu einstaklinga í hverju landi og
  • efla þannig þekkingu þjóðanna hverrar á annarri.

Vinabæjamót eru haldin annað hvert ár og hafa tekið þátt í þeim allt að 500 fulltrúar. Garðabær hóf vinabæjasamstarf árið 1966 og voru fulltrúar frá bænum í fyrsta sinn á vinabæjamóti í Birkerød í Danmörku árið 1968.  Á vinabæjamótin koma fulltrúar frá bæjarfélögunum og einnig frá norrænu félögunum ásamt almenningi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð áhersla á sérstaka dagskrá fyrir börn og ungmenni. Síðast var haldið vinabæjamót í Eslöv sumarið 2014. Mótin eru nú tvískipt, annars vegar er vinabæjaráðstefna fyrir bæjarfulltrúa og embættismenn ásamt sérstöku ungmennamóti, hins vegar eru mót á vegum norrænu félaganna.

Næstu vinabæjamót verða haldin vorið/sumarið 2018 í Asker í Noregi.

Upplýsingar um vinabæjasamstarf veitir:

Hulda Hauksdóttir upplýsinga- og menningarfulltrúi
sími: 525 8527/ 525 8500
netfang: hulda@gardabaer.is

Einnig má hafa samband við Norræna félagið í Garðabæ sem veitir upplýsingar um vinabæjasamstarf og annað norrænt samstarf.
Formaður er Hilmar Ingólfsson, hilmaring@simnet.is, s. 697 6960, 898 4743

Aðalstjórn Norræna félagsins í Garðabæ, frá 6. nóvember 2017.
Hilmar Ingólfsson, formaður, hilmaring@simnet.is
Valborg Einarsdóttir, valborg@internet.is 
Bryndís Svavarsdóttir, bryndis@hofsstadaskoli.is
Guðni Olgeirsson, gudni.olgeirsson@gmail.com
Kristín Gísladóttir, kg17.junitorgi@gmail.com
Sigurður Björgvinsson, sigurdur.bjorgvins@gmail.com
Sigurlaug G.Sverrisdóttir, sigurlaug@gunnthor.com