Bæjarstjóri

Gunnar Einarsson
bæjarstjóri
fæddur 25. maí 1955.Gunnar Einarsson

netfang: gunnar@gardabaer.is

Námsferill:

Stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1975
Meistaragráða í stjórnun og menntunarfræðum frá háskólanum í Reading í Englandi 2002
Doktorsgráða í sömu fræðum við háskólann í Reading í Englandi 2008.

Starfsferill:

Var atvinnumaður í handknattleik á yngri árum
Þjálfaði í mörg ár, m.a. meistaraflokk Stjörnunnar í handknattleik karla og unglingalandslið Íslands
Íþróttafulltrúi Garðabæjar 1980-1995
Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar 1995-2005
Hefur kennt stjórnun við Kennaraháskóla Íslands og við Endurmenntun Háskóla Íslands
Bæjarstjóri Garðabæjar frá 24. maí 2005

Situr í skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Félagsstörf:

Formaður Fimleikasambands Íslands 2002-2006
Hefur setið í ýmsum nefndum á vegum ÍSÍ

Fjölskylduhagir:

Er kvæntur Sigríði Dís Gunnarsdóttur námsráðgjafa og eiga þau þrjú börn. Gunnar og fjölskylda hafa búið í Garðabæ frá 1980.

Önnur störf fyrir Garðabæ:

Hefur með margvíslegum hætti tekið þátt í uppbyggingu samfélagsins í Garðabæ, sem foreldri, embættismaður og virkur þátttakandi í starfi ýmissa félaga í bænum. Hefur skrifað fjölda greina um ýmis málefni sem snerta Garðabæ, bæði í landsmála- og bæjarblöð.