Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Garðabæjar 2014-2018 er skipuð 11 fulltrúum.

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, að svo miklu leyti sem hún hefur ekki falið hana öðrum. Á meðal annarra verkefna er kosning í ráð og nefndir á vegum bæjarstjórnar, yfirstjórn á fjárreiðum bæjarins, gerð samþykkta og ákvörðun gjalda, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar.
Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í safnaðarheimili Vídalínskirkju (haustið 2014) og hefjast kl. 17.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir.

Fundargerðir bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar daginn eftir fund.
 
Fréttir af ákvörðunum bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum frá bænum með því að skrá sig á fréttalista á vefnum.

Í kosningum vorið 2014 voru eftirtaldir fulltrúar kjörnir í bæjarstjórn:

Aðalmenn:

Áslaug Hulda Jónsdóttir (D)
Sigríður Hulda Jónsdóttir (D)
Sigurður Guðmundsson (D)
Gunnar Valur Gíslason (D)
Jóna Sæmundsdóttir (D)
Almar Guðmundsson (D) - í tímabundnu leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi tímabilið 1. október 2014 - 31. júlí 2016
Gunnar Einarsson (D) - tekur sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Garðabæjar frá 1. október 2014 -31. júlí 2016
Sturla Þorsteinsson (D)
Guðrún Elín Herbertsdóttir (Æ)
Halldór Jörgensson (Æ)
Steinþór Einarsson (S)
María Grétarsdóttir (M)

Forseti bæjarstjórnar til eins árs frá júní 2015 er Sigríður Hulda Jónsdóttir, fyrsti varaforseti er Gunnar Valur Gíslason og annar varaforseti er Jóna Sæmundsdóttir.