Opið bókhald Garðabæjar

Garðabær hefur nú opnað bókhald sitt uppá gátt í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti opinberra aðila. Þetta er gert með því að birta opin mælaborð hér á vef Garðabæjar sem sækja gögn beint í bókhaldskerfi sveitarfélagsins. Þetta er gert í anda opins lýðræðis og gagnsæis við rekstur Garðabæjar. Mælaborðin kallast einfaldlega „Opið bókhald Garðabæjar“ og eru unnin í samvinnu við ráðgjafarsvið KPMG á Íslandi.

Mælaborð - opið bókhald Garðabæjar

Mælaborðunum er skipti í tvo hluta; annars vegar gjaldahluta og hins vegar tekjuhluta. Tekjur eru brotnar niður á málaflokka, þjónustuþætti og einstaka tekjuliði og hægt er að skoða heildartekjur valinna tímabila. Niðurbrot gjalda er sambærilegt en þar er hægt að skoða niðurbrot allt niður á einstaka birgja.

1)   Opið bókhald Garðabæjar - tekjur

2)   Opið bókhald Garðabæjar - gjöld

Á öllum síðum mælaborðanna eru tímasíur þannig hægt er að kynna sér gögn aftur í tímann og gera samanburð milli tímabila. Tímasía skiptir árum niður í ársfjórðunga. Opið bókhald Garðabæjar er sótt með beinum hætti í bókhald aðalssjóðs Garðabæjar. Gögn er birt fyrir hvern ársfjórðung eftir að árshlutauppgjör hafa verið send til Kauphallar í samræmi við reglur um útgáfu skuldabréfa. Velta á hvern birgja sem er undir 500 þúsund krónur birtist ekki. 

Garðabær í tölum

Auk rekstrarlegs efnis hefur Garðabær í samvinnu við ráðgjafarsvið KPMG á Íslandi unnið ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar og sett fram á mælaborði. „Garðabær í tölum“ birtir m.a. upplýsingar um íbúafjölda, meðalaldur, aldurssamsetningu, þróun fjölskyldugerðar, samsetningu húsnæðis auk nokkurra lykiltalna í þjónustu sveitarfélagsins. Gögn sem nýtt eru fyrir mælaborð vegna Garðabæjar í tölum eru sótt til Hagsstofu Íslands og Þjóðskrár Íslands.

 3) Garðabær í tölum

Ábendingum um mælaborðin í ,,opnu bókhaldi Garðabæjar" má koma á framfæri til Garðabæjar með því að senda póst á netfangið gardabaer@gardabaer.is.