Opið bókhald - tekjur

Smellið hér til að sjá stærri skjámynd af mælaborðinu.  Tekjur eru brotnar niður á málaflokka, þjónustuþætti og einstaka tekjuliði og hægt er að skoða heildartekjur valinna tímabila. Hægt er að kynna sér gögn aftur í tímann og gera samanburð milli tímabila. Tímasía skiptir árum niður í ársfjórðunga. Opið bókhald Garðabæjar er sótt með beinum hætti í bókhald aðalssjóðs Garðabæjar. Gögn er birt fyrir hvern ársfjórðung eftir að árshlutauppgjör hafa verið send til Kauphallar í samræmi við reglur um útgáfu skuldabréfa. Gögn eru birt með fyrirvara um kerfisvillur.