Sameining

Frá og með 1. janúar 2013 sameinast sveitarfélögin Álftanes og Garðabær undir nafni Garðabæjar. Garðbæingar verða eftir sameiningu um 14 þúsund talsins og Garðabær þar með fimmta fjölmennasta sveitarfélag landsins.

Öll stjórnsýsla sameinaðs sveitarfélags og almenn þjónusta við íbúa verður í Ráðhúsi Garðabæjar, Garðatorgi 7 og vefur sveitarfélagsins á slóðinni www.gardabaer.is.

Hægt er að nálgast gamla Álftanesvefinn á slóðinni http://eldri.alftanes.is 

Núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tekur yfir stjórn nýs sveitarfélags frá 1. janúar 2013 og fram að sveitarstjórnarkosningum 2014 en núverandi bæjarstjórn Álftaness starfar sem hverfastjórn á sama tímabili. Bæjarstjórn Álftaness mun einnig skipa áheyrnarfulltrúa með búsetu á Álftanesi í allar fastanefndir Garðabæjar.

Til að sameiningin gangi snurðulaust fyrir sig þarf að vinna að mörgum verkefnum í stjórnsýslunni. Í meðfylgjandi skjölum eru listar yfir verkefni sem verið er að vinna að.

Greinargerð R3 ráðgjafar

Verkefnalisti

Ýmis minnisatriði