Launagreining 2014

Fyrirtækið Capacent Gallup gerði greiningu á launum starfsmanna Garðabæjar miðað við útborguð laun 1. október 2013.

Markmið launagreiningarinnar var að skoða hvort munur væri á launum kynjanna hjá Garðabæ og hver hann væri út frá greiddum launum bæjarins í október 2013. Unnið var með laun fólks í 70-100% starfi, eða laun 112 karla og 449 kvenna.

Meginniðurstaða greiningarinnar er að konur í fullu starfi fá greidd 4% lægri heildarlaun en karlar í fullu starfi. Að teknu tilliti til áhrifa aldurs, starfsaldurs, yfirflokka starfsstétta, þrískiptrar atvinnugreinar, vinnutíma og vaktaálags er munurinn rúm 3% körlum í vil og er munurinn innan skekkjumarka. Því er ekki um marktækan kynbundinn mun á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ að ræða.

Launagreining - skýrsla með niðurstöðum