Hjúkrunarheimili

Ísafold, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð
Strikinu 3
210 Garðabær
sími: 535 2200
www.isafoldin.is

Mynd af hjúkrunarheimilinu Ísafold

 

 

 

 

 

 

Heimili 60 einstaklinga

Ísafold tók til starfa í apríl 2013 og er það rekið af Garðabæ. Ísafold er á fjórum hæðum. Hjúkrunarheimilið er á 2.-4. hæð en á jarðhæðinni er þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Ísafold er heimili 60 einstaklinga sem búa í sex litlum einingum með heimilislegu yfirbragði og hlýleika. Í hverri einingu eru 10 einstaklingsherbergi með sér baði og eldhúsi ásamt sameiginlegu eldhúsi og borð- og setustofu. Í tilvikum hjóna er möguleiki að opna milli herbergja. 

Þjónustumiðstöð

Á fyrstu hæð Ísafoldar er þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara þar sem m.a. verður iðjuþjálfun, dagdvöl fyrir 20 manns, eldhús, matstofa, hárgreiðslustofa, fótaðgerðastofa, hreyfisalur, aðstaða heimaþjónustu og sjúkraþjálfun. Í byrjun mars var opnað bakarí (Okkar bakarí) í húsnæðinu sem er kærkomin þjónusta við við heimilismenn og aðra íbúa á Sjálandi.

Skjólgóður garður fyrir íbúa og gesti

Við hönnun hússins var farið eftir reglum Velferðarráðuneytisins um hönnun hjúkrunarheimila. Byggingin er felld inn í núverandi byggðarmunstur á Sjálandi og var horft mjög til þess að mynda skjólgóðan garð fyrir íbúa, gesti og aðra er sækja þjónustu í húsnæðinu. Húsið er því hannað sem U-laga bygging sem myndar skjólríkan garð í suðurátt, með svölum sem snúa inn í garðinn.

Horft til heimila í fremstu röð

Við mótun á hugmyndafræði Ísafoldar verður horft til hjúkrunarheimila í fremstu röð, bæði hér á landi og erlendis. Grunngildi þjónustunnar verða sjálfræði, virkni og velferð.

Forstöðumaður:

Ingibjörg Valgeirsdóttir
sími: 535 2201
netfang: ingibjorgva@isafoldin.is

Hjúkrunarforstjóri:

Kristín Blöndal
sími: 535 2206
netfang: kristinbl@isafoldin.is
 
Frekari upplýsingar um Ísafold og húsnæði hennar (pdf skjal)