Nánar


Hugarfrelsi
Orkusetrið Iðnbúð 1 og Jafnvægi Kirkjulundi 19
Sími: 8941806 og 6951292
Netfang: hugarfrelsi@hugarfrelsi.is
http://www.hugarfrelsi.is


SJÁLFSSTYRKING - ÖNDUN - JÓGA - SLÖKUN - HUGLEIÐSLA Hugarfrelsi býður upp á námskeið fyrir börn og unglinga í tveimur aldurshópum, 9-13 og 14-20 ára. Á námskeiðinu læra þátttakendur einfaldar aðferðir sem gagnast þeim til að takast á við lífið og tilveruna. Hver tími er byggður upp á verkefnavinnu sem tengist þema hvers tíma s.s. hvað varðar sjálfsmynd, hugsanir, styrkleika, vináttu og jákvæðni. Að þeim loknum eru gerðar einfaldar öndunaræfingar, jóga, djúpslökun og leidd hugleiðsla. Hugleiðslan er í söguformi, svokallaðar hugleiðslusögur, en þær henta afskaplega vel börnum og byrjendum. Allar æfingarnar miða að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrk og þor. Hugarfrelsi fyrir börn er kennt í Orkusetrinu, Iðnbúð 1 í Garðabæ. Hugarfrelsi fyrir unglinga er kennt í Jafnvægi, Kirkjulundi 19 í Garðabæ.