Nánar


Rauði krossinn - Ungmennastarf í Garðabæ og Hafnarfirði

Sími: 5659494
Netfang: hafnarfjordur@redcross.is
https://www.raudikrossinn.is/deildir/hofudborgarsvaedid/hafnafj.-og-g.baer-deild/


Hvenær: Sjálfboðaliðar í 8.-10.bekk (13-15 ára) hittast á fimmtudögum kl. 19:30-21:00. Einnig er starfandi hópur 16+ sem hittist reglulega en hefur ekki eiginlegan fundartíma Hvar: Í Rauðakrosshúsinu að Strandgötu 24 Hafnarfirði. Gengið inn Fjarðargötumegin Hvað: Í starfinu er gert ýmislegt skemmtilegt s.s. haldin spilakvöld, fræðst um mannúðarmál og framandi menningarheima og skyndihjálp, safnað fyrir hjálparstarf, heimsóknir á slökkvistöðina og margt fleira. Helstu verkefni og áherslur í starfi URKÍ Lögð er áhersla á að kynnast öllum helstu verkefnum á vegum Rauða krossins innanlands sem utan. Um hver jól fara sjálfboðaliðar URKÍ-H á hjúkrunarheimilið Sólvang og gleðja heimilismenn með jólakortum sem hópurinn föndrar sjálfur. Farið er í eitt ferðalag á ári auk þess sem oft hefur verið boðið upp á alþjóðlegar sumarbúðir fyrir eldri sjálfboðaliða. Hlutverkaleikurinn "Á Flótta": þar sem þáttakendur fá að kynnast veruleika flóttamanna.