Nánar


Skátafélagið Vífill
Jötunheimar, Bæjarbraut 7
Sími: 565-8820, 565-898
Netfang: vifill@vifill.is
http://www.vifill.is


Þegar skátar eru spurðir um hvað þeir geri í skátunum eru svörin fjölbreytt eins og gefur að skilja, en flestir nefna vináttu, „gera alls konar skemmtilegt saman“, spennandi útilegur, skátamót hér heima og erlendis. Fyrir utan þann mikla ávinning að eignast góða vini nefna sumir að þeir hafi náð að losa sig við feimnina , hvort sem það var á stórri kvöldvöku eða í umræðu í skátaflokkunum. Í skátafélaginu Vífli eru fundartímar eftirfarandi: Drekaskátar, 7 til 9 ára funda á þriðjudögum kl. 17.00-18.30, fálkaskátar, 10 til 12 ára geta valið um tvo fundartíma, á miðvikudögum eða fimmtudögum kl. 17.00-19.00, dróttskátar, 13 til 15 ára funda á mánudögum kl. 20.00-22.00 og rekkaskátar, 16 til 18 ára funda á fimmtudögum kl. 20.00-22.00.