Frístundabíll

Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf.  Svo að börn geti nýtt sér frístundabílinn þarf að kaupa ferðir í bílinn, annað hvort eina önn í einu eða allt skólaárið.  Hægt er að kaupa ferðirnar á  fristundabill.gardabaer.is og ganga frá greiðslu þar.   

Slegin er inn kennitala barnsins og þá kemur nafn þess upp sjálfkrafa. Þá er skóli barnsins valinn og lengd þjónustu sem kosið er að kaupa (ein önn eða allt skólaárið). Á upplýsingasíðu þarf að fylla inn netfang og símanúmer og velja hvort kosið er að greiða með kreditkorti eða fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Í lokin er gengið frá greiðslu og þá er hægt að prenta út eða fá greiðslustaðfestingu senda í tölvupósti.  Þessa staðfestingu getur barnið haft með sér til að sýna að búið sé að greiða fyrir aðgang að frístundabílnum, nafn barnsins verður einnig á lista hjá bílstjóranum og er því nóg að barnið segi til nafns til þess að nota bílinn.  Garðakortin sem notuð hafa verið undanfarin ár hafa verið tekin úr notkun.

Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:10 frá 4. september til 20. desember á haustönn og frá 3. janúar til og með 7. júní með hléi í páskafríinu á vorönn.  Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.

Leiðakerfi

Leið 1: Bíll fer eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Sjálandsskóla með viðkomu í Tónlistarskóla, Ásgarði og Sjálandsskóla á hverjum 30 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá Mýrinni er kl. 16:45
Leið 2: Annar bíll fer eina ferð frá tómstundaheimilinu á Álftanesi á hverjum 60 mínútum með viðkomu í Ásgarði, Tónlistarskólanum og endastöð í Mýrinni. Fyrsta ferð er frá Álftanesi kl. 14:40.
Leið 3: Keyrt frá Barnaskóla Hjallastefnunnar að Vífilsstöðum að Tónlistarskóla, Ásgarði og Sjálandsskóla. Tvær ferðir eru á dag og börn sem eru að æfa golf hjá GKG geta nýtt sér þessar ferðir á golfvöllinn.

Skráning í frístundabílinn er á fristundabill.gardabaer.is

Spurningar má senda á sunnas@gardabaer.is  

Gjaldskrá

Tímabil:
Allt skólaárið kr. 15.000
Haustönn 2017 kr. 8.000
Vorönn 2018 kr. 10.000

Tímatafla

Mínútur yfir heila tímann frá kl. 14.15 frá Mýrinni (leið 1) og frá kl. 14:40 frá Álftanesi (leið 2)

Ath. síðasta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 16.45 og endar í Sjálandsskóla kl. 17.00 (leið 1). 
Ferðir til og frá Álftanesi geta breyst eftir þörfum.

     
 Stöð:  Ferðir
 Leið 1  

Mýrin

15 og 45

Klifið/Tónlistarskólinn

20 og 50

Ásgarður

25 og 55

Sjálandsskóli (við íþróttahúsið)

30 og 00

Ásgarður

35 og 05

Tónlistarskólinn/Klifið

40 og 10

 Leið 2 (Álftanes)  

Álftanes (við tómstundaheimili)

14:40 og 16:15 
  Ásgarður 14:55 og 16:30 
  Tónlistarskólinn 15:00 og 16:35
  Mýrin 15:05 og 16:40
 Leið 3 (Barnaskóli Hjallastefnunar)  
 Ásgarður til Barnaskólans  14:25 og 15:35
 Barnaskólinn  14:30 og 15:40
 Tónlistarskólinn  14:37 og 15:47 
 Ásgarður 14:45 og 15:55  
 Sjálandsskóli  14:50 og 16:00
 Mýrin  14:55 og 16:05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Látið bílstjórann sjá ykkur á biðstöðvunum.
Afdrep undan veðri er í anddyrum íþróttahúsanna.