Hvatapeningar

Hvatapeningar ársins 2015 eru 27.500 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá nú hvatapening, þ.e. börn fædd á árunum 1997-2010.

Athugið að hvatapeningar fyrnast alltaf um áramót. Það þýðir að ráðstafa verður hvatapeningum fyrir áramót og skila inn kvittun til endurgreiðslu þegar það á við. Hvatapeningar ársins 2015 eru aðeins greiddir út á árinu 2015.

Hvatapeninga 2015 er hægt að nýta vegna reikninga sem eru gefnir út á árinu 2014 og 2015.

Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki.

Ungmenni í þremur elstu árgöngunum, þ.e. þau sem eru fædd 1997, 1998 og 1999 geta fengið hvatapeninga greidda vegna kaupa á korti í líkamsræktarstöð.

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum. 

Ástæða þess að sveitarfélög um land allt hafa tekið upp slíkar hvatagreiðslur eru niðurstöður langtíma rannsókna á líðan íslenskra barna og ungmenna. Rannsóknirnar sýna að þátttaka í slíku starfi, sem nær yfir að minnsta kosti 10 vikur, hefur marktæk áhrif á bætta vellíðan og minni „vandamál“. Íþróttastarf og skátastarf vegur þar langþyngst á metum.

Úthlutun peninganna fer fram á íbúavef Garðabæjar, Mínum Garðabæ.

Leiðbeiningar um notkun hvatapeninga.

Reglur um hvatapeninga 2014

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Garðabæjar í síma 525 8500 eða í netfangi gardabaer@gardabaer.is