Nánar konur


Kristín Valdís Örnólfsdóttir

Fæðingarár:
Félag: Skautafélag Reykjavíkur
Grein: Kristín Valdís Örnólfsdóttir


Kristín Valdís æfir með Skautafélagi Reykjavíkur. Hún hlaut í fyrsta sinn nafnbótina Skautakona ársins 2017 hjá ÍSS. Meðaltal af heildar skori Kristínar Valdísar á árinu er 91.43 stig. Hún keppti í junior flokki á Norðurlandamóti 2017 og hafnaði þar í átjánda sæti. Hún keppti fyrir hönd Íslands á ISU Junior Grand Prix Riga Cup 2017 og hafnaði þar í 27. sæti með 90.49 stig. Samanlögð heildareinkunn hennar er nú stigamet íslensks skautara á JGP. Kristin Valdís hafnaði í 19. sæti með 93.91 stig á Volvo Cup Open, efst íslensku skautaranna í þeim flokki. Hún hafnaði í 11. sæti á RIG, í 1. sæti á Haustmóti ÍSS, í 2. sæti á Bikarmóti ÍSS, en hún var einnig í 2. sæti á Íslandsmóti í junior flokki. Kristín Valdís er kappsfull og metnaðarfull íþróttakona sem leggur sig alla fram í sinni íþrótt og er öðrum iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar.