Nánar konur


Irma Gunnarsdóttir

Fæðingarár:
Félag: Breiðablik
Grein: frjálsar íþróttir


Irma Gunnarsdóttir hefur verið ein af efnilegustu frjálsíþróttakonum landsins um árabil. Irma sem keppir fyrir Breiðablik sigraði í langstökki kvenna á RIG. Hún vann til sex Íslandsmeistaratitla utanhúss og fjögurra titla innanhúss í flokki 18-19 ára stúlkna. Irma lenti í öðru sæti á NM í fjölþraut í flokki 18-19 ára. Árangur í silfurþrautinni var samtals 5.127 stig. Auk þess að ná í verðlaun á NM í Finnlandi náði hún lágmarki á EM undir 20 ára sem var haldið í Grosseto á Ítalíu síðasta sumar. Íslandsmeistaratitlar Irmu utanhúss voru í 100 hlaupi, 100 m grindahlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og langstökki. Innanhúss sigraði hún í 200 m hlaupi, 60 grindahlaupi, langstökki og kúluvarpi.