Nánar konur


Helena Rut Örvarsdóttir

Fæðingarár:
Félag: Stjarnan
Grein: handknattleikur


Helena Rut hefur spilað með meistaraflokki Stjörnunnar í handknattleik frá 15 ára aldri. Síðast liðið vor ákvað hún að reyna fyrir sér í atvinnumennsku og fluttist til Noregs. Þar spilar hún nú í bestu deild Evrópu með Byåsen sem er í 7. sæti Norsku úrvalsdeildarinnar. Helena er mikil íþróttakona og frábær fyrirmynd ungra stúlkna í íþróttum. Hún var einnig mjög mikilvæg innan liðsins, frábær karakter innan vallar sem utan. Hún hefur nú leikið 13 A-landsleiki. Helena varð deildarmeistari 2017, bikarmeistari 2016 og 2017, í 2. sæti á Íslandsmóti 2016 og 2017. Hún skoraði 112 mörk í 21 leik tímabilið 2016-2017. Hún er nú 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með Byåsen.