Nánar konur


Margrét Jóhannsdóttir

Fæðingarár:
Félag: TBR
Grein: badminton


Margrét varð þrefaldur Íslandsmeistari í badmintoni á árinu og komst þar með í hóp 18 annarra sem hafa unnið til þess frá árinu 1952. Margrét vann á árinu sinn annan Íslandsmeistaratitill í einliðaleik og fyrsta Íslandsmeistaratitli í tvíliðaleik. Margrét vann síðan sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í tvenndarleik. Margrét hefur unnið öll mót á árinu, sem hún hefur tekið þátt í innan mótaraðar Badmintonsambandsins. Margrét hefur keppt fyrir Íslands hönd um árabil og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2013, þá 18 ára gömul. Margrét á átta A-landsleiki að baki. Áður spilaði hún með U17 og U19 unglingalandsliðum Íslands. Margrét er í 312. sæti heimslistans, þrátt fyrir að vera einungis með fjögur alþjóðleg mót sem hún hefur keppt á, en listinn er byggður á tíu bestu mótum leikmanna. Margrét mun keppa í Evrópukeppni kvennalandsliða í febrúar nk. sem fer fram í Kazan í Rússlandi.