Nánar konur


Björg Gunnarsdóttir

Fæðingarár: 1994
Félag: ÍR
Grein: Frjálsar íþróttir


Björg er spretthlaupari og keppir fyrir ÍR. Hún hefur verið í fremstu röð í yngri flokkum mörg undanfarin ár og unnið fjölmarga meistaratitla í hlaupagreinum frá 60 m upp í 800 m. Í dag æfir hún alla daga vikunnar með meistaraflokki ÍR undir stjórn Jóns Oddssonar. Björg átti mjög gott keppnistímabil 2013. Á afrekaskrá FRÍ er hún í 3.- 4. sæti í 100 m hlaupi en hún bætti árangur sinn í Evrópubikarkeppni landsliða í 12.50 sek. Hún er í 3. sæti á afrekaskránni í 400 m hlaupi og bætti sinn árangur verulega á árinu. Hún var í A-landsliði Íslands í boðhlaupum og var í boðhlaupssveitum er settu Íslandsmet, bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. Hápunktur sumarsins var í Finnlandi í ágúst er hún varð óvænt Norðurlandameistari unglinga í 400 m á góðum tíma, 55.90 sek. Björg er í landsliðshóp FRÍ fyrir komandi ár og hefur mikinn metnað til að ná árangri á alþjóða mælikvarða á næstu árum. Samantekt 2013: Norðurlandmeistari unglinga í 400 m hlaupi. Silfur í 4x400 m boðhlaupi á Norðurlandameistaramóti unglinga. Íslandsmet í 4x100 m boðhlaupi. Íslenskt unglingamet í 4x400 m boðhlaupi. Bikarmeistari með ÍR. Íslandsmeistari með ÍR.