Nánar konur


Freydís Halla Einarsdóttir

Fæðingarár:
Félag: Ármann
Grein: skíðaíþróttir


Freydís Halla, sem keppir fyrir Ármann, hefur nokkur undanfarin ár verið með fremstu skíðakonum Íslands. Undanfarin ár hefur Freydís bætt árangur sinn jafnt og þétt. Nú er hún í um 200. sæti á heimslistanum í svigi og 400. sæti í stórsvigi. Á HM í Sviss náði hún einmitt besta árangri sínum í stórsvigi. Freydís stundar nám í háskóla í Bandaríkjunum. Hún var í hópi 34 kvenna sem fengu keppnisrétt á lokamóti allra háskóla í Bandaríkjunum annað árið í röð. Hún sigraði á nokkrum alþjóðlegum mótum í Bandaríkjunum og jafnaði m.a. besta árangur sinn í svigi. Árangur tímabilsins kórónaði hún á Íslandsmeistaramótinu þar sem hún vann þrjá titla af fjórum, í stórsvigi, samhliðasvigi og í alpatvíkeppni. Hún er einstök íþróttakona með mikinn metnað, ávallt jákvæð og leitar stöðugt leiða til að bæta sig. Freydís Halla er góð fyrirmynd og er hvetjandi fyrir liðsfélaga sína.