Nánar konur


Andrea Sif Pétursdóttir

Fæðingarár:
Félag: Stjarnan
Grein: fimleikar


Andrea hefur gegnt stöðu fyrirliða í meistaraflokki Stjörnunnar í hópfimleikum kvenna síðasta ár og á það sæti vel skilið. Hún er metnaðarfull, drífandi, leggur hart að sér og er með skýr markmið. Andrea er sterkur liðsmaður innan salarins sem utan og er mikil fyrirmynd fyrir aðra iðkendur í Stjörnunni og á landinu öllu. Hún hefur mikla ástríðu fyrir fimleikum, sem hefur skilað sér í því að hún hefur verið lykilmaður í landsliðum Íslands í hópfimleikum síðustu ár, hvort sem er á Norðurlandamóti eða Evrópumóti. Andrea varð á árinu Norðurlandameistari, Bikarmeistari og Deildarmeistari með meistaraflokki Stjörnunnar í hópfimleikum kvenna.