Nánar


Tómas Þórður Hilmarsson

Fæðingarár:
Félag: Stjarnan
Grein: körfuknattleikur


Tómas er lykilleikmaður í meistaraflokki körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Hann var valinn í A-landslið nú á haustmánuðum og spilaði sinn fyrsta landsleik í undankeppni HM á móti Tékklandi í nóvember 2017. Val Tómasar í hið gríðarsterka íslenska landslið undirstrikar hversu framúrskarandi Tómas hefur verið með liði Stjörnunnar árið 2017 og gott dæmi um afrakstur af þeirri aukavinnu sem Tómas hefur lagt á sig til að bæta sinn leik. Tómas er uppalinn í Stjörnunni frá 6 ára aldri, og á að baki landsleiki með U16, U18 og U20. Tómas hefur spilað 185 leiki með meistaraflokki Stjörnunnar frá 16 ára aldri, er góður liðsmaður og öll framkoma hans er til fyrirmyndar.