Nánar


Pétur Fannar Gunnarsson

Fæðingarár:
Félag: Dansfélag Reykjavíkur
Grein: dans


Pétur Fannar og Polina Odd sem dansa saman fyrir Dansfélag Reykjavíkur urðu heimsmeistarar í suður amerískum dönsum undir 21 árs, en Heimsmeistaramótið WDC fór fram í París 11. desember. Þetta frábæra danspar skráði þar með nýtt afrek í sögubækur landsins en Pétur og Polina unnu einnig HM 2016 og eru því einu Íslendingarnir sem hafa unnið heimsmeistaratitil tvö ár í röð. Þau urðu í 2. sæti í Blackpool og eru einnig Reykjavík International og Íslandsmeistarar á árinu. Auk þessa unnu þau sigur á Lotto Open nú í nóvember.