Nánar


Guðmundur Karl Þorgrímsson

Fæðingarár:
Félag: Stjarnan
Grein: fimleikar


Guðmundur hefur verið fyrirliði í mix liði Stjörnunnar frá því að hann kom í liðið haustið 2016. Hann er mikilvægur liðsmaður, þroskaður og yfirvegaður iðkandi sem getur fengið alla í liðinu til þess að sjá hlutina á jákvæðan hátt. Hann smitar frá sér góðu skapi og setur sjálfan sig aldrei hærra en liðið, þar sem liðið skiptir hann öllu máli. Sem fimleikamaður er hann í mikilli framför og á ennþá nóg inni. Guðmundur er metnaðarfullur og veit að til þess að ná lengra þarf hann að vinna hart að því, sem hann gerir án þess að hika. Hann þekkir liðsfélaga sína vel og finnur um leið ef einhver þarf á smá upplyftingu að halda. Guðmundur varð á árinu Bikarmeistari með sínu liði í meistaraflokki Stjörnunnar Mix.