Nánar


Guðjón Baldvinsson

Fæðingarár: knattspyrna
Félag:
Grein: Stjarnan


Guðjón Baldvinsson var ómetanlegur í sterku liði Stjörnunnar sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins. Þar með tryggði liðið sér þátttökurétt í Evrópukeppni næsta sumar og festa liðið enn frekar í sessi sem topplið á Íslandi. Guðjón varð þriðji markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með 12 mörk í 19 leikjum fyrir félagið. Þá var Guðjón valinn besti leikmaður liðsins bæði af þjálfurum og leikmönnum liðsins auk þess að vera valinn í lið ársins meðal ýmissa aðila sem fjalla um íslenska knattspyrnu. Guðjón er jákvæður, metnaðarfullur og ber hag félagsins fyrir brjósti sem vel má sjá á aukaæfingum sem hann hefur tekið að sér fyrir yngstu iðkendur félagsins. Guðjón Baldvinsson er sönn fyrirmynd ungra Garðbæinga.