Hugarfrelsi 2017

 

 

Sumarnámskeið Hugarfrelsis fyrir 7-9 ára og 10-12 ára (fædd 2004-2010)

Skemmtileg námskeið þar sem lögð er áhersla á leik og gleði svo barnið geti blómstrað sem einstaklingur.

Börnin læra ýmsar aðferðir til að koma auga á styrkleika sína, styrkja sjálfsmyndina, læra á hugann sinn og efla vináttuna. Farið er í jógaleiki og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu, samvinnu og samhæfingu. Í lok hvers dags er slökun og lesin hugleiðslusaga.

Námskeiðstími: 12. júní - 16. júní

Námskeið fyrir 7-9 ára frá kl. 09.00 - 12.00
Námskeið fyrir 10-12 ára frá kl. 13.00 - 16.00

Námskeiðsgjald: kr. 19.900. Gott er að börnin hafi með sér hollt og gott nesti.

Kennarar námskeiðsins:

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi eru kennarar námskeiðsins. Undir nafninu Hugarfrelsi hafa þær gefið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan. Þær hafa einnig staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn, unglinga, fullorðna, foreldra og fagfólk þar sem áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu.

Námskeiðið byggir á bókunum Hugarfrelsi- aðferðir til að efla börn og unglinga og Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Aðferðir Hugarfrelsis miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun með því að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu.


Námskeiðið fer fram í Víkurhvarfi 1, Kópavogi á 2. hæð.

Skráning er hafin á heimasíðu Hugarfrelsis, hugarfrelsi.is