Listasmiðja og myndlistarnámskeið 2017

Mynd frá listasmiðju á Álftanesi

 

 

Skapandi sumarnámskeið á Álftanesi - Listasmiðja og myndlistarnámskeið 2017

Tilvalið fyrir hressa skólakrakka sem hafa gaman af listsköpun og skapandi verkefnum í bland við leik og hreyfingu.

Aldur:

Allir aldurshópar

 

Dagsetningar og tími:

19. júní - 30. júní kl. 9-12 eða 13-16
3. júlí - 14. júlí kl. 9-12 eða 13-16
17. júlí - 28. júlí kl. 9-12 eða 13-16

Dagskrá:

Skemmtileg námskeið þar sem við leyfum sköpunargleðinni að njóta sín. Kynnumst ýmsum leiðum í listsköpun, hefðbundnum aðferðum í bland við nýjar.  Vinnan verður brotin upp með útiveru og leikjum sem stuðla að sjálfsstyrkingu og skerpa athygli og einbeitningu. Námskeiðin verða með aðsetur í myndmenntastofu Álftanesskóla en farið verður í stuttar vettvangsferðir og útileiki þegar veður leyfir. 

Verð:

Kr. 18.000.  Veittur er 10 % systkinaafsláttur.  Einnig er hægt að skrá sig á staka daga og kostar þá hver dagur 1.800 kr.

Allt efni er innifalið en ætlast er til að börnin komi klædd eftir veðri, með góða skapið, nesti og vatnsbrúsa í bakpokanum. Takmarkað pláss er á námskeiðunum og þau eru háð því að næg þátttaka náist.

Umsjón:

Kennari á námskeiðinu er Nada Borosak, listgreinakennari í Álftanesskóla.

Skráning og nánari upplýsingar:

Skráning fer fram í netfanginu: nada.borosak@alftanesskoli.is
Vinsamlegast takið fram nafn og aldur barns, nafn foreldris, símanúmer og hvaða námskeið er valið (fyrir eða eftir hádegi).

 Listmunir gerðir á námskeiði í listasmiðju