Söngleikjanámskeið Drauma 2017

Frá söngleikjanámskeiði Drauma

 

Leikfélagið Draumar
www.draumar.com

 

 

 

 

 

Aldur, dagsetningar og tími:

Sumarið 2017 bjóða Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir ýmsa aldurshópa.

Námskeiðin fyrir hádegi eru kennd frá kl. 08:30-12:00 og námskeiðin eftir hádegi eru kennd frá kl. 13:00-16:30

Dagskrá:

Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs. Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem allra veglegasta.

Staðsetning og dagsetningar:

Námskeiðin eru haldin í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.  Fyrstu námskeiðin hefjast 12. júní og lista af námskeiðum í boði má finna hér.

Skráning:

Skráning fer fram á vef Drauma, www.draumar.com
Beint á skráningarsíðuna

Athugið að námskeiðin fyllast ansi hratt. Ef námskeið er orðið fullt koma upplýsingar um það þegar farið er inn í skráningarformið. Til að skrá sig á biðlista fyrir plássi er best að senda póst á draumar@draumar.com  með nafni, kennitölu og því námskeiði sem áhugi er á.

Verð:

Söngleikjanámskeiðin kosta 17.990.- kr, nema hjá yngsta hópnum en þau námskeið kosta 13.990.-)  – Veittur er 10% systkinaafsláttur – hafið samband við okkur á draumar@draumar.com til að fá afsláttarkóða til að nota við skráningu.

Nánari upplýsingar:

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni okkar www.draumar.com  eða með því að senda póst á draumar@draumar.com