Sumarlestur bókasafnsins 2017

Sumarlestur bókasafnsinsBókasafn Garðabæjar
www.bokasafn.gardabaer.is

  

 

 

 

 

Sumarlestur 2017

 Aldur:

6-16 ára

Hvenær:

Sumarlestur stendur yfir 13. maí – 8. september 
Skráning og afhending lestrardagbóka fer  fram í bókasafninu Garðatorgi og Álftanessafni allt sumarið.
Lokahátíð verður 8. september kl.16:00.  Einnig verður dreginn út einn lestrarhestur í hverri viku, og börn geta nýtt sér spil og bækur sem til eru á bókasafninu. 

Dagskrá:

Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar ásamt blaðsíðufjölda og fá límmiða við hverja komu á bókasafnið. Þegar þau hafa lesið þrjár bækur mega þau skrifa umsögn um eina af þeim og setja í lukkukassa sem er í bókasafninu. Við drögum heppinn lestrarhest í hverri viku og fær sá eða sú bók í verðlaun. Uppskeruhátíð verður haldin 8. september kl. 16:00 og þá fá allir virkir þátttakendur glaðning og lestrarárangrinum verður fagnað með skemmtiatriðum og góðgæti 

Umfjöllun:

Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri, ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lestur í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.  Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur  þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar eru veittar á bókasafninu, í síma 525 8550 og á heimasíðu safnsins bokasafn.gardabaer.is/barnasida/sumarlestur
Tölvupóstur: bokasafn@gardabaer.is