Sumarnámskeið Svana 2017

Frá ævintýranámskeiði Svana 2012

 

 

Tími:

Dagskráin stendur yfir kl. 9-16.
Boðið eru upp á gæslu kl 8-9 og 16-17 gegn gjaldi, 1.000 kr. per viku.

Dagskrá:

Sumarnámskeið Svana byggir á útiveru og leikjum og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir, handverk og margt fleira. Nýtt þema er í hverri viku þannig að þátttakendur þurfa ekki að gera sömu hlutina aftur og aftur. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.

Skráning:

Skráning er rafræn á vefnum, www.utilifsskoli.is - veljið þar Álftanes.