Sumarnámskeið UMFÁ 2017

Mynd frá fótboltaskóla UMFÁ UMFÁ
 www.umfa.is

 

 Knattspyrnuskóli UMFÁ

Aldur:

6 – 13 ára (1.-7. bekkur).

Dagsetningar og tími:

Námskeið 1:  12. júní  - 23. júní,  kl. 9:00 – 12:00.  Verð: 8000 kr 
Námskeið 2:  26. júní - 7. júlí, kl. 9:00 – 12:00.  Verð: 8000 kr 
Námskeið 3:  7. ágúst - 18. ágúst kl. 9:00 – 12:00.  Verð 8000 kr

Hægt er að greiða fyrir eina viku á námskeiðunum.  Systkinaafsláttur er 50% og skráning fer fram í Nóra kerfinu https://alftanes.felog.is/.

Dagskrá:

Markmið skólans er að veita öllum þátttakendum tækifæri á að auka færni sína í knattspyrnu sem og efla hreyfi- og félagsþroska almennt. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem henta öllum.

Námskeiðið fer fram á nýja gervigrasvellinum. Mikilvægt er að þátttakendur klæði sig eftir veðri og hafi meðferðis hollt og gott nesti. Öllum þátttakendum er boðið í grillveislu í lok hvers námskeiðs.

Umsjón:

Umsjónarmaður knattspyrnuskólans er Guðjón Pétur Lýðsson, knattspyrnumaður hjá meistaraflokki Vals. Guðjón hefur spilað knattspyrnu hér á landi með Breiðablik, Stjörnunni, Haukum og Álftanesi auk þess að hafa spilað hjá Helsingborg í Svíþjóð . Hann hefur lokið 4.stigi knattspyrnuþjálfunar hjá KSÍ. Guðjón hefur þjálfað víða og m.a. séð um knattspynskóla Vals 2012-2014 og knattspyrnuskóla UMFÁ síðastliðin tvö ár.

Skráning:

Skráning fer fram í gegnum Nóra kerfið.  Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 17. maí. Nauðsynlegt er að búið sé að skrá börn áður en mætt er á námskeið, ekki verður mögulegt að skrá á staðnum.  

Körfuboltanámskeið fyrir stráka, 7-13 ára

Dagana 12.-23. júní verður boðið upp á námskeið í körfubolta fyrir stráka á aldrinum 7-13 ára í íþróttahúsinu á Álftanesi. Æfingar fara fram alla virka daga frá kl 13:00-16:00.
Aðaláhersla námskeiðisins er á leiki, skemmtun og æfingar á undirstöðuatriðum í körfubolta. Í lok námskeiðisins verður svo körfuboltahátíð þar sem foreldrum er boðið að koma og taka þátt með krökkunum auk þess sem góðir gestir mæta á svæðið.

Námskeiðsgjaldið verður 7.000 kr og greiðist það áður en námskeið hefst.
Systkinaafsláttur er 50% þannig að systkini borga samtals 10.500 kr. Lágmarksfjöldi er 15 drengir.

Skráning fer fram í gegnum Nóra kerfið - https://alftanes.felog.is/

Umsjón með námskeiðinu hefur Baldur Már Stefánsson íþróttafræðingur, en hann hefur þjálfað körfubolta í 15 ár meðal annars hjá Stjörnunni, Breiðabliki, Þór Akureyri, Tindastól auk úrvalsbúða KKÍ og sumarbúða Toronto Raptors.

Allar nánari upplýsingar veitir Baldur Már í síma: 865-5991 eða senda póst á ballirisi@gmail.com

Körfuboltanámskeið fyrir stúlkur, 7-13 ára

Námskeiðið mun fara fram í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar þar sem aðstaðan er eins og best verður á kosið. Einnig verður farið út á útivöll við Álftanesskóla þegar veður verður gott.

Þar sem um unga iðkendur er að ræða verður mikil áhersla lögð á leiki og skemmtun auk þess að börnin læri undirstöðuatriði í körfuknattleik. Innifalið í námskeiðinu verður einnig sundkörfubolti og í lok námskeiðsins verður körfuboltahátíð þar sem foreldrar eru velkomnir. Þar spila börn körfubolta gegn foreldrum og bjóða þeim svo í léttar veitingar eftir leik.

Námskeiðið hefst mánudaginn 26. júní og stendur til og með föstudeginum 7.júlí.
Námskeiðið fer fram alla virka daga í tvær vikur (tíu skipti) og stendur frá kl: 13.00 – 16.00.

Námskeiðsgjaldið verður 7.000 kr. – systkinaafsláttur er 50%.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nora-kerfið - https://alftanes.felog.is/
Umsjón með námskeiðinu hefur Adam D. Wheeler, þjálfari.

Allar nánari upplýsingar veitir Adam í síma: 771-3759 eða gegnum póstfangið adamwheeler1980@gmail.com