Sumarnámskeið Vífils 2017

Kofi smíðaður á smíðavelli Vífils 2012

 Skátafélagið Vífill
 www.vifill.is

 

 

 

 

Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma.  Í júní og júlí verða Ævintýar- og Smíðanámskeið og í ágúst verður Grallaranámskeið fyrir yngstu börnin. Námskeiðin standa yfir frá kl. 9-16, nauðsynlegt er að börn mæti með nesti fyrir daginn, klædd eftir veðri og með auka föt ef föt skyldu blotna.  Starfssvæði sumarnámskeiða er í og við Jötunheima, Bæjarbraut 7 í Garðabæ. Þátttökugjald greiðist við skráningu, innifalið er öll dagskrá, ferðakostnaður, sundferðir sem og efniskostnaður smíðavallar.  Fyrir frekari upplýsingar á sumar@vifill.is eða í síma 565-8820/899-0089.  Verð fyrir hvert námskeið (1 vika) er 11.000 kr.

Ævintýranámskeið (7-12 ára)

Farið er í ýmsar ferðir í nágrenni skátaheimilisins. Meðal annars í hellaferðir, veiðiferðir, fjöruferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, sund og margt fleira. Börnin kynnast náttúrunni og læra að vera viðbúin þeim áhættuþáttum sem finnast í nútímaþjóðfélagi ásamt því að fara í þroskandi og uppbyggilega leiki.

12. júní – 16. júní 
19. júní – 23. júní
26. júní – 30. júní
 3. júlí – 7. júlí
10. júlí – 14. júlí
17. júlí - 21. júlí
24. júlí - 28. júlí
8. ágúst - 11 ágúst

Smíðavöllur (7-12 ára)

Á námskeiðinu fá börn að byggja leikkofa eða garðhús auk þess sem námskeiðið er brotið upp með sundferð, leikjum o.fl. Við lok námskeiðsins geta börnin tekið kofana með heim ef þau vilja.

12. júní – 16. júní
19. júní – 23 júní
26. júní – 30. júní
3.júlí – 7. júlí
10 júlí – 14. júlí
17.júlí - 21. júlí
24. júlí - 28. júlí
8. ágúst - 11 ágúst

Grallaranámskeið (6 ára)

Farið er í ýmsar ferðir í nágrenni skátaheimilisins.  Meðal annars í hellaferðir, veiðiferðir, fjöruferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, sund og margt fleira.  Börnin kynnast náttúrunni og læra að vera viðbúin þeim áhættuþáttum sem finnast í nútímaþjoðfélagi ásamt því að fara í þroskandi og uppbyggilega leiki.

8. ágúst - 11. ágúst

Nánari upplýsingar um dagsetningar, verð o.fl. eru á vef skátanna: Sumarnámskeið Vífils 2017
KortagögnNotkunarskilmálar

Tilkynna um villu á korti