Tennisskólinn 2017

Mynd frá Tennis- og leikjaskólanum

Tennisskólinn
www.tennishollin.is/tennis-og-leikjaskolinn/

 

 

 

 


Aldur:

5-13 ára

Tennisskólinn skiptist í Tennis- og leikjaskóla fyrir börn 5-8 ára og Tennisskóla fyrir börn 9-13 ára.  Tennisskólinn er samstarfsverkefni tennisfélags Garðabæjar, Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar.  Í sumar er Tennisskólinn er haldinn á úti- og innivöllum í Tennishöllinni, Dalsmára 13, 201 Kópavogi.  Tennisskólinn skiptist í Tennis- og leikjaskóla fyrir börn 5-8 ára og Tennisskóla fyrir börn 9-13 ára.

Dagsetningar og tími:

1. námskeið: 12. júní -23. júní
2. námskeið: 26. júní - 7. júlí
3. námskeið: 10. júlí - 21. júlí
4. námskeið: 24. júlí - 4. ágúst
5. námskeið: 8. ágúst - 18. ágúst

Hvert námskeið er sett upp sem tveggja vikna námskeið en hægt er að taka stakar vikur.

Hægt er að taka námskeið sem stendur frá kl. 9:00 – 12:00 eða frá kl. 13:00 – 16:00 eða allan daginn. 
Börnin geta þó mætt í gæslu kl. 7:45 og verið í gæslu í hádeginu og til kl. 17:15. Gæslan er án endurgjalds.

Dagskrá:

Í Tennis- og leikjaskólanum er markmið námskeiðanna að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis. Ýmislegt annað er til gamans gert svo sem barnaeróbikk með skemmtilegri tónlist, ratleikur, tarzanleikur og fleira. Allir nemendur fá bol og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs og einnig er haldin pizzuveisla í lok námskeiðs. 

Í Tennisskólanum eru markmiðin þau sömu en lögð er meiri áhersla á tennisæfingar og tennisspil.

Umsjón:

Námskeiðin eru í umsjón tennisþjálfaranna Jóns Axels Jónssonar íþróttastjórnunarfræðings, tennisþjálfaranna Milan Kosicky, Hinriks Helgasonar, Dominik Hobacher og Davíðs Ármanns Eyþórssonar. 

Verð:

Verð fyrir hverja viku hálfan daginn er 10.900 kr en heilan dag 15.900 kr. Verð fyrir 2 vikna námskeið hálfan daginn er 21.800 kr og 31.800 kr fyrir allan daginn. Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini.

Skráning:

Hægt er að skrá sig með því að smella hér : http://www.tennishollin.is/tennis-og-leikjaskolinn/#skraning, og í Tennishöllinni í síma 564-4030 og með því að senda tölvupóst á tennis@tennishollin.is. 60 börn komast á hvert námskeið.

Tennisakademían

Börn og unglingar sem hafa verið að æfa tennis geta farið í Tennisakademiuna. Tennisakademian er hugsuð fyrir þá sem vilja ná miklum framförum í tennis á stuttum tíma. Nánari upplýsingar á www.tennishollin.is og í Tennishöllinni í síma 564-4030 og með því að senda póst á tennis@tennishollin.is

Tennisæfingar fyrir 13-16 ára
Tennisæfingar fyrir 13-16 ára unglinga verða haldnar á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 16:30-18:00. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030, á tennishollin.is og með því að senda tölvupóst á tennis@tennishollin.is

Tennisfélag Garðabæjar og Tennishöllin bjóða einnig upp á byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna og upp á opin karla- og kvennakvöld. Nánari upplýsingar í síma 564-4030 og á www.tennishollin.is og með þvi að senda tölvupóst á tennis@tennishollin.is