Vinnuskóli Garðabæjar 2017

Ungir menn að störfum í Vinnuskólanum

Vinnuskóli Garðabæjar

 

 

 

 

 

Aldur:

Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára (fædd árin 2003, 2002 og 2001)

Skráning:

Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í vinnuskólann. Skráningin fer fram á ráðningarvef Garðabæjar. Athugið að við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.

Skráning í Vinnuskólann - hlekkur á Ráðningavef Garðabæjar (ath. farið neðst á síðuna sem opnast þegar smellt er á hlekkinn).

Dagsetningar:

Skólinn hefst mánudaginn 12. júní kl. 08:30 hjá nemendum sem fæddir eru 2001 og 2002 og miðvikudaginn 14. júní hjá þeim sem fæddir eru árið 2003.  Áætlaður lokadagur vinnuskóla er fimmtudagurinn 26. júlí.

Nemendur búsettir á Álftanesi mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna.
Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu (næst Vífilsstaðavegi).

Vinnutími:

14 ára (fædd 2003):
Mætt er fyrir hádegi þrjá daga í viku, frá kl.8:30 til kl.12. Fjórða daginn er í boði þátttaka í forvarna- og hópeflisverkefninu Egó. Ekki er unnið á föstudögum. Daglegur vinnutími reiknast 3.5 klst. auk 2 klst. í Egó. Samtals 12.5 tímar á viku.

15-16 ára (fædd 2001 og 2002):
Unnið frá kl.8:30 til 12 og frá 13:00 til 15:30. Daglegur vinnutími reiknast 6 klst. Unnið er 3.5 klst. fyrir hádegi á föstudögum. Samtals möguleiki á 27,5 klst. vinnu á viku. Vinnuskólinn áskilur sér rétt til að takmarka frekar vinnutíma ef skráning fer fram úr áætlunum.

Dagskrá:

Almenn störf og áherslur í vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf.

Einnig eru í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og æskulýðsfélögum, s.s. leikskólum, leikjanámskeiðum og námskeiðum skáta o.fl. fyrir þá sem fæddir eru árin 2001 og 2002. Hægt er að merkja við þessi aðstoðarstörf inni á skráningareyðublaðinu. Ofangreindir aðilar fá síðan listann og velja til sín af honum. Athugið að vinnutími unglinga í aðstoðarstörfum hjá félögum er í einhverjum tilvikum aðlagaður að tímasetningu sumarnámskeiða sem sum hver geta verið fram í ágúst.

Laun:

14 ára unglingar, 8. bekkingar  (f. 2003)  kr. 500 pr klst. (453,84 án orlofs)

15 ára unglingar, 9. bekkingar (f.2002) kr. 565 pr klst. (512,84 kr án orlofs)

16 ára unglingar, 10. bekkingar (f. 2001) kr. 750 pr klst. (680,77 kr án orlofs)

 

    

Vinnuleiðbeiningar fyrir sumarstarfsfólk