Sundlaugar Garðabæjar

Í Garðabæ eru reknar tvær almenningssundlaugar:

Álftaneslaug 
Ásgarðslaug

Ath. Ásgarðslaug verður lokuð frá 15. nóvember 2016 fram í byrjun árs 2018. vegna endurbóta.

Frétt um stöðu framkvæmda við Ásgarðslaug (6. október 2017)

Aðgangsmiðar sundlauganna á Garðakortum gilda í báðar laugarnar jafnt, nema Actic aðgangur er aðeins í Álftaneslaugina.

Gjaldskrá sundlauga má finna hér (fer á yfirlitssíðu gjaldskráa)

Almennar umgengnisreglur laugargesta

 • Börnum undir 10 ára aldri er óheimill aðgangur að sundlaug nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ekki er heimilt að hafa fleiri en tvö börn yngri en 10 ára með sér í sund nema um sé að ræða foreldri eða þann sem fer með forsjá barnanna skv. lögum. Ber viðkomandi að gæta öryggis barns/barna sem hann hefur í sinni umsjá á meðan þau eru í eða við laug. Miðað er við 1. júní árið sem barn verður 10 ára.
 • Börn mega fara ein í sund eftir 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
 • Þar sem hópar barna undir 10 ára aldri eru saman komnir skulu ekki fleiri en 15 börn vera í umsjá hvers leiðbeinanda, sem er ábyrgur fyrir hópnum, og gæslumanna lauga.
 • Til að auðvelda kennara eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skulu hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á armbandi/sundhettum.
 • Fyllsta öryggis skal gætt þegar komið er með hóp af börnum og unglingum í sund. Forráðamenn hópa kynni sér reglur sund- og baðstaða og aðstoði starfsfólk við gæslu.
 • 6 ára og eldri þurfa að nota baðklefa merkta viðkomandi kyni. 
 • Fólki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er ekki leyfður aðgangur að sundstaðnum.
 • Öllum laugargestum er skylt að þvo sér með sápu án sundfata áður en gengið er til laugar.
 • Notkun tyggigúmmís er óheimil í sundlaug.
 • Öll óþarfa háreysti í búningsklefum, böðum og á laugarsvæðinu er bönnuð.
 • Notkun köfunartækja s.s. öndunarpípu og köfunargrímu, sem ná yfir öndunarfæri er bönnuð, nema með sérstöku leyfi laugarvarða.
 • Dýfingar af langhliðum og bakka í grynnri hluta laugarinnar eru bannaðar.
 • Dýfingar í barnalaug eru stranglega bannaðar.
 • Laugargestum sem hafa í frammi kaffæringar, skvettur og ólæti má vísa úr laug.
 • Ekki eru leyfileg stærri flotleiktæki, í eigu sundgesta, s.s. vindsængur, uppblásnir bátar o.fl., nema með sérstöku leyfi laugarvarða.
 • Sundlaugin tekur ekki ábyrgð á verðmætum s.s. skófatnaði, fatnaði í skápum, körfum, á snögum búningsherbergja eða í útiklefum, eða öðrum verðmætum sem gestir kunna að hafa með sér.
 • Laugargestir skulu í öllu haga sér eftir þeim fyrirmælum sem starfsfólk laugarinnar gefur.
 • Öll ljósmyndun í og við sundlaug er háð leyfi íþróttafulltrúa Garðabæja
 • Farsímanotkun gesta er bönnuð í klefum og á laugarsvæði