Grunnstoð Garðabæjar

(Áður Svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar)

Í Grunnstoð Garðabæjar eiga sæti fulltrúar foreldrafélaga í Álftanesskóla, Flataskóla, Garðaskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum á Íslandi og Barnaskóla Hjallastefnunnar.

Grunnstoð hittist að jafnaði fimm sinnum á starfstíma skóla og ræðir sameiginleg málefni skólanna. Tilgangur Grunnstoðar er að efla rödd foreldra sem hagsmunahóps og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. Samstarfið auðveldar foreldrafulltrúum að vera bæjaryfirvöldum til aðstoðar og ráðuneytis um skóla- og fjölskyldumál. Grunnstoð er í samstarfi við Heimili og skóla – landssamtök foreldra. 

Starfsreglur Grunnstoðar Garðabæjar (pdf-skjal)- samþykktar á stjórnarfundi 12. október 2015

Stjórn Grunnstoðar 2017-2018:

Steinunn Ragna Hjartar, Flataskóli, formaður
Helena Guðmundsdóttir, Garðaskóli, varaformaður
Ólafur Nils Sigurðsson, Flataskóli, ritari
Karólína M. Hreiðarsdóttir, Alþjóðaskólinn, fulltrúi í fulltrúaráði Heimilis og Skóla
Andrea Róberts, Barnaskólinn, fulltrúi í skólanefnd

Netfang Grunnstoðar er: grunnstod@gardabaer.is

Stjórn Grunnstoðar 2016-2017:

Ása Björg Tryggvadóttir, Flataskóli, formaður og aðalfulltrúi í fulltrúaráði Heimilis og skóla
Helga Margrét Pálsdóttir, Hofsstaðaskóli, varaformaður
Benedikt Rúnarsson, Flataskóli, ritari
Berglind Bragadóttir, Garðaskóli, áheyrnarfulltrúi í Skólanefnd
Hulda Sigurjónsdóttir, Hofsstaðaskóli
Eva Hrönn Jónsdóttir, Sjálandsskóli
Hera Hannesdóttir, Sjálandsskóli
Auður S. Arndal, Álftanesskóli
Anna María Snorradóttir frá Álftanesskóla.
Ásta Leonhardsdóttir, Álftanesskóli
Berglind Birgisdóttir, Álftanesskóli
Björg Jónsdóttir, Barnaskóli Hjallastefnunnar
Berglind Rós, Garðaskóli
Laurie Wilkins, Alþjóðaskólinn
Páll Snorri Viggósson, Alþjóðaskólinn.

Netfang Grunnstoðar er: grunnstod@gardabaer.is

 

Fulltrúi í skólanefnd

Grunnstoð Garðabæjar skipar fulltrúa úr sínum röðum í skólanefnd til tveggja ára í senn sem og varafulltrúa. Fulltrúi foreldra situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt sbr. 4 málsgrein 6. greinar grunnskólalaga nr. 91/2008.

Foreldrum er bent á að þeir geta snúið sér með fyrirspurnir beint til fulltrúa foreldra í skólanefnd eða til formanns foreldrafélags í viðkomandi skóla.

Erindisbréf fyrir fulltrúa foreldra í skólanefnd (pdf-skjal)

Upplýsingar um formenn foreldrafélaga og fulltrúa foreldra í skólaráði er að finna á vef viðkomandi skóla.