Ferðaþjónusta fatlaðra

Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.

Umsóknir skulu berast bæjarskrifstofu og skal fylgja þeim læknisvottorð, þar sem það á við.

Hér á heimasíðunni er hægt að nálgast umsókn til útprentunar (undir þjónusta Garðabæjar). 
Einnig er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum íbúavefinn Minn Garðabæ.

Upplýsingar veitir Edda Tryggvadóttir á bæjarskrifstofum Garðabæjar, sími 525 8564, netfang edda@gardabaer.is.

 

Reglur ferðaþjónustu fatlaðra:

  • Ekið er virka daga kl. 6:30 - 24:00 nema á stórhátíðum en þá er ekið á sama tíma og Strætó bs. Laugardaga er ekið frá kl. 7:30-24:00 og sunnudaga 9:30-24:00
  • Þeir sem njóta þjónustunnar skulu hafa tiltekin ferðaleyfi sem gefin eru út af fjölskyldusviði.
  • Þjónustusvæðið er: Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær.
  • Pöntunarsími er 540-2727, einnig er hægt að senda pöntun á pontun@straeto.is eða fylla út umsókn á heimasíðunni, akstursthjonusta.is
  • Þjónustuver Strætó er opið alla virka daga milli kl. 7:00 og 19:00, og um helgar á milli kl. 09:00 og 14:00.  Utan þess tíma er eingöngu hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum 
  • Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Strætó, akstursthjonusta.is.