Tækni- og umhverfissvið

Tækni- og umhverfissvið hefur umsjón með öllum verklegum framkvæmdum bæjarins, annast undirbúning framkvæmda, gerð kostnaðaráætlana og framkvæmdaeftirlit. Undir sviðið heyra m.a. byggingarmál, skipulagsmál og umhverfismál. Tæknisviðið sér einnig um eftirlit með húseignum bæjarins og annast byggingareftirlit vegna nýbygginga í bænum. Undir sviðið heyra einnig þjónustumiðstöð bæjarins og garðyrkjudeild. 

Forstöðumaður sviðsins er Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur.
Netfang: eysteinn@gardabaer.is