Útboð í auglýsingu

Auglýst útboð 2017:

Útboð
Garðabær – Vífilsstaðavegur, hringtorg og hjóðvist Neðri Lundir

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið  ,,Vífilsstaðavegur, hringtorg og hljóðvist Neðri Lundir ”
Verkið felst í gerð hringtorgs við Karlabraut og Brúarflöt, lagningu nýs göngustígs norðan við Vífilsstaðaveg, gerð jarðvegsmana og undirstöðu fyrir hljóðgirðingar.

Helstu magntölur eru:
Upprif yfirborðs  2300 m²
Jarðvegsmön   3600 m3
Malbik    1550 m²
Regnvatnslagnir  70 m
Ljósastólpar   11 stk

Lokaskiladagur verksins er 15. september 2017.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is,  og verða þar tilbúin til afhendingar þriðjudaginn þann 23. maí kl. 13:00.

Tilboð skulu hafa borist teiknistofunni Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, eigi síðar en fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 11:30, þar sem þau verða opnuð. (Athuga í auglýsingu var röng dagsetning á tilboðsskilum - rétt er fimmtudaginn 8. júní)

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar

FORVAL - Leikskólinn Lundaból - viðbygging

Garðabær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna viðbyggingu við leikskólann Lundaból.  Um er að ræða endurgerð leikskóladeildar, þ.e. að fjarlægja elstu álmu leikskólahússins, 113 m² að grunnfleti, sem byggð var úr timbri árið 1978 og reisa nýja álmu, 161 m², sem gerð verður úr forsteyptum einingum.

Forvalsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust hér á vefnum.
 
Forvalsgögnum skal skila eigi síðar en kl. 16:00 þann 10. maí 2017, á skrifstofu Strendings ehf. verkfræðiþjónustu, Fjarðargötu 13-15.

 

Útboð - Urriðaholtsskóli - fullnaðarfrágangur húss að utan og að innan að hluta

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Urriðaholtsskóli -1. áfangi Útboð 03 b  Fullnaðarfrágangur húss að utan og að innan að hluta.

Skólabyggingin er að fullu uppsteypt, alls um 5.700 gólffermetrar að stærð. Útboðsverk þetta er fólgið í fullnaðarfrágangi byggingarinnar að utan, fullnaðarfrágangi hluta hennar að innan og skiptist gróflega í eftirfarandi verkþætti:
Útveggir: Einangrun, álklæðning og fullnaðarfrágangur allra útveggja, alls um 1700 m2
Álgluggar og -hurðir: Smíði, ísetning og fullnaðarfrágangur allra glugga og hurða úr áli, alls um 570 m²
Þakfrágangur: Einangrun, dúklagning, farg (torf og hellur) og fullnaðarfrágangur allra þakflata, alls um 2700 m²
Frágangur að innan: Innréttingar, lagnir og loftræsing, gólf og loft ásamt innveggjum, alls um 1000 m²

Tilboðið skal gert á grundvelli útboðsgagna  frá Úti og Inni arkitektum dagsettum í apríl 2017. Útboðsgögnin verða einungis aðgengileg á rafrænu formi hér á vef Garðabæjar.

Helstu dagsetningar:
Útboðsgögn aðgengileg á vef Garðabæjar 26. apríl 2017.
Opnun tilboða á bæjarskrifstofum Garðabæjar,  kl. 11:00, 16. maí 2017
Verktími 1. júní 2017 til 20. desember 2017

  

Útboð - Skólamálsverðir fyrir grunnskóla Garðabæjar 

Garðabær óskar eftir tilboðum í framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir grunnskóla Garðabæjar.
Samningstími er þrjú ár auk ákvæða um framlengingu.

Útboðsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust hér á vef Garðabæjar, frá og með mánudeginum 10. apríl.

Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 14:00,  þriðjudaginn 2. maí 2017, á bæjarskrifstofur Garðabæjar við Garðatorg 7. 

Auglýsing - pdf skjal

 

Íþróttasvæðið í Ásgarði
Endurnýjun á knattspyrnugrasi

Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna endurnýjunar á knattspyrnugrasi þriggja valla á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði.

Lýsing á útboði:
• Útvegun og fullnaðarfrágangur knattspyrnugrass með nýju fjaðurlagi (púða) á þrjá knattspyrnuvelli á svæði Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ.
• Rif og förgun á núverandi yfirborði æfingavallar í fullri stærð.

Helstu kennitölur eru:
Knattspyrnugras með nýjum púða og rif og förgun á núverandi yfirborði
• Flatarmál núverandi æfingavallar, 74x120m:   8.880m2
Knattspyrnugras með nýjum púða á tvo minni velli
• Flatarmál æfingavallar I, 50x72m    3.600m2
• Flatarmál æfingavallar II, 48x72m    3.460m2

Helstu tímasetningar:
- Rif og förgun núverandi yfirborðs æfingavallar 2. maí 2017
- Að lokinni jarðvinnu, fullnaðarfrágangur æfingavallar með fjaðurlagi, 6. júní -3. júlí 2017
- Nýr æfingavöllur I, 29. maí – 23. júní 2017.
- Nýr æfingavöllur II, 12. júlí – 4. ágúst 2017.
Heildarverki skal að fullu lokið eigi síðar en 4. ágúst 2017.

Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar frá mánudeginum 27. mars kl. 12:00.

Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða föstudaginn 7. apríl 2017 kl. 11:00.

 

Íþróttasvæðið í Ásgarði

Þrír knattspyrnuvellir
Jarðvinna, yfirborðsfrágangur og lagnir

Garðabær auglýsir eftir áhugsömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna jarðvinnuframkvæmda við þrjá knattspyrnuvelli og strandblakvelli á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði og svæði austan Hraunsholtslækjar.

Útboðsgögn er hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar.

Upphaf verks er 2. maí 2017. Fullbúnum núverandi æfingavelli skal skilað tilbúnum undir knattspyrnugras eigi síðar en 16. júní. Heildarverki jarðvinnu með nýjum æfinga- og strandblaksvöllum skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2017.

Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða föstudaginn 31. mars 2017 kl. 11.00.

 

 

Útboð - Urriðaholtsskóli - 1. áfangi. Útboð 04 - lóðarfrágangur

Garðabær, óskar eftir tilboðum í verkið:
Urriðaholtsskóli – 1. áfangi. Útboð 04 - lóðarfrágangur.
Verkið felst í mótun á landslagi, gerð dren- og regnvatnsgarða (fráveitu), yfirborðsfrágang malbikaðra og hellulagðra flata s.s. bílastæða, aðkomusvæða og göngustíga. Einnig smíði og uppbyggingu leiksvæða, girðinga og leiktækja.  Uppsteypa á geymslu á lóðinni og reisingu ljósastaura.

Verkinu skal lokið fyrir 1. nóv. 2017. 
 
Útboðsgögn er hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar frá og með þriðjudeginum 21. febrúar 2017.

Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en  fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 11:00.  Verða þau þá opnuð það að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Útboð - Hagaflöt og Móaflöt í Garðabæ, götur og veitur - endurnýjun 2017.

Garðabær, Veitur ohf, Gagnaveita Reykjavíkur og Míla ehf, óska í sameiningu eftir tilboðum í verkið  

Hagaflöt og Móaflöt í Garðabæ.   Götur og veitur - endurnýjun 2017.

Verkið felst í endurnýjun á yfirborðsefnum utan akbrauta, endurnýjun núverandi veitukerfa og nýlagna Gaganaveitu Reykjavíkur  í ofangreindum götum, auk endurnýjunar heimæða inni á lóðum.

Verkinu skal að fullu lokið þann 1. október 2017.
Útboðsgögn á rafrænu formi verður hægt að sækja án endurgjalds hér á vef Garðabæjar frá og með mánudeginum 6. febrúar n.k.

Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en fimmtudaginn 23.  febrúar  2017  kl. 11.00.    Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Auglýst útboð 2016