Útboð í auglýsingu

Auglýst útboð 2017:

Heilsuræktarmiðstöð í Ásgarði, Garðabæ
Forval

Íþróttamiðstöðin við Ásgarð er vel staðsett í miðju Garðabæjar og þar er rekin glæsileg og fjölbreytt aðstaða fyrir hverskonar íþróttir fyrir íþróttafélög og almenning. Þar eru nú knattspyrnuvellir til æfinga og kappleikja, tvö íþróttahús, fimleikahús og sundlaug. Daglega sækja fjölmargir þessa aðstöðu og voru gestir sundlaugarinnar um 110 þúsund árið 2016.

Garðabær óskar eftir umsóknum frá áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboðsferli um uppbyggingu, rekstur, fjármögnun og byggingu aðstöðu til heilsuræktar í og við íþróttamiðstöðina til að bæta enn frekar aðstöðu almennings til hollrar hreyfingar. Óskað er eftir umsóknum frá aðilum sem hafa fjárhagslegan styrk til að standa að slíku verkefni og reynslu af rekstri heilsuræktarstöðva eða sambærilegri starfsemi. Miðað er við að útboðsferlið verði í eftirfarandi þrepum:
Forval
Hugmyndavinna
Tilboðsgerð
Samningur

Kynningarfundur um verkefnið og útboðsferlið verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði kl. 14:00, þriðjudaginn 17. október 2017. Mæting er í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.
Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is frá og með mánudeginum 9. október kl. 12:00.

Umsóknum skal skilað í móttöku VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eða sendar með tölvupósti á netfangið utbod@vso.is eigi síðar en kl. 14:00, þriðjudaginn 31. október 2017. 

Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri.

 

Auglýsing (pdf-skjal)

 

Forval
Innrétting fjölnota fundarsalar

VSÓ Ráðgjöf fyrir hönd Garðabæjar óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í lokuðu útboði um smíði og uppsetningu innréttinga fyrir fjölnota sal að Garðatorgi 7, ásamt frágangsvinnu utanhúss.  Óskað er eftir umsóknum frá verktökum sem hafa góða reynslu af sérsmíði vandaðra innréttinga og stjórn sambærilegra framkvæmda. 

Húsnæðið sem innrétta á er alls um 385 m2  og svæði sem ganga á frá úti er um 75 m2.

 Búið er að rífa megin hlutann af innréttingum og búnaði, lofta- og gólfefni, en meginviðfangsefni verksins felst í að innrétta húsnæðið að nýju, leggja lagnir og setja upp loftræsikerfi, leggja raflagnir og setja upp tilheyrandi búnað, leggja nýtt gólfefni og setja upp loft, smíða og setja upp sérsniðnar innréttingar og ganga frá húsnæðinu í samræmi við lýsingar og uppdrætti.  Þá tilheyrir verkinu frágangsvinna úti, þ.e. endurnýjun glugga, smíði palla, setja upp búnað fyrir lýsingu úti o.fl. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í september og verði að fullu lokið í apríl 2018. 

Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is frá mánudeginum 26. júní kl. 12.

Umsóknum skal skilað í móttöku VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eða sendar með tölvupósti á netfangið utbod@vso.is eigi síðar en fimmtudaginn 13. júlí 2017 kl. 14:00. 

 

 

 

Útboð
Garðabær – Vífilsstaðavegur, hringtorg og hjóðvist Neðri Lundir

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið  ,,Vífilsstaðavegur, hringtorg og hljóðvist Neðri Lundir ”
Verkið felst í gerð hringtorgs við Karlabraut og Brúarflöt, lagningu nýs göngustígs norðan við Vífilsstaðaveg, gerð jarðvegsmana og undirstöðu fyrir hljóðgirðingar.

Helstu magntölur eru:
Upprif yfirborðs  2300 m²
Jarðvegsmön   3600 m3
Malbik    1550 m²
Regnvatnslagnir  70 m
Ljósastólpar   11 stk

Lokaskiladagur verksins er 15. september 2017.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is,  og verða þar tilbúin til afhendingar þriðjudaginn þann 23. maí kl. 13:00.

Tilboð skulu hafa borist teiknistofunni Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, eigi síðar en fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 11:30, þar sem þau verða opnuð. (Athuga í auglýsingu var röng dagsetning á tilboðsskilum - rétt er fimmtudaginn 8. júní)

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar

FORVAL - Leikskólinn Lundaból - viðbygging

Garðabær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna viðbyggingu við leikskólann Lundaból.  Um er að ræða endurgerð leikskóladeildar, þ.e. að fjarlægja elstu álmu leikskólahússins, 113 m² að grunnfleti, sem byggð var úr timbri árið 1978 og reisa nýja álmu, 161 m², sem gerð verður úr forsteyptum einingum.

Forvalsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust hér á vefnum.
 
Forvalsgögnum skal skila eigi síðar en kl. 16:00 þann 10. maí 2017, á skrifstofu Strendings ehf. verkfræðiþjónustu, Fjarðargötu 13-15.

 

Útboð - Urriðaholtsskóli - fullnaðarfrágangur húss að utan og að innan að hluta

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Urriðaholtsskóli -1. áfangi Útboð 03 b  Fullnaðarfrágangur húss að utan og að innan að hluta.

Skólabyggingin er að fullu uppsteypt, alls um 5.700 gólffermetrar að stærð. Útboðsverk þetta er fólgið í fullnaðarfrágangi byggingarinnar að utan, fullnaðarfrágangi hluta hennar að innan og skiptist gróflega í eftirfarandi verkþætti:
Útveggir: Einangrun, álklæðning og fullnaðarfrágangur allra útveggja, alls um 1700 m2
Álgluggar og -hurðir: Smíði, ísetning og fullnaðarfrágangur allra glugga og hurða úr áli, alls um 570 m²
Þakfrágangur: Einangrun, dúklagning, farg (torf og hellur) og fullnaðarfrágangur allra þakflata, alls um 2700 m²
Frágangur að innan: Innréttingar, lagnir og loftræsing, gólf og loft ásamt innveggjum, alls um 1000 m²

Tilboðið skal gert á grundvelli útboðsgagna  frá Úti og Inni arkitektum dagsettum í apríl 2017. Útboðsgögnin verða einungis aðgengileg á rafrænu formi hér á vef Garðabæjar.

Helstu dagsetningar:
Útboðsgögn aðgengileg á vef Garðabæjar 26. apríl 2017.
Opnun tilboða á bæjarskrifstofum Garðabæjar,  kl. 11:00, 16. maí 2017
Verktími 1. júní 2017 til 20. desember 2017

  

Útboð - Skólamálsverðir fyrir grunnskóla Garðabæjar 

Garðabær óskar eftir tilboðum í framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir grunnskóla Garðabæjar.
Samningstími er þrjú ár auk ákvæða um framlengingu.

Útboðsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust hér á vef Garðabæjar, frá og með mánudeginum 10. apríl.

Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 14:00,  þriðjudaginn 2. maí 2017, á bæjarskrifstofur Garðabæjar við Garðatorg 7. 

Auglýsing - pdf skjal

 

Íþróttasvæðið í Ásgarði
Endurnýjun á knattspyrnugrasi

Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna endurnýjunar á knattspyrnugrasi þriggja valla á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði.

Lýsing á útboði:
• Útvegun og fullnaðarfrágangur knattspyrnugrass með nýju fjaðurlagi (púða) á þrjá knattspyrnuvelli á svæði Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ.
• Rif og förgun á núverandi yfirborði æfingavallar í fullri stærð.

Helstu kennitölur eru:
Knattspyrnugras með nýjum púða og rif og förgun á núverandi yfirborði
• Flatarmál núverandi æfingavallar, 74x120m:   8.880m2
Knattspyrnugras með nýjum púða á tvo minni velli
• Flatarmál æfingavallar I, 50x72m    3.600m2
• Flatarmál æfingavallar II, 48x72m    3.460m2

Helstu tímasetningar:
- Rif og förgun núverandi yfirborðs æfingavallar 2. maí 2017
- Að lokinni jarðvinnu, fullnaðarfrágangur æfingavallar með fjaðurlagi, 6. júní -3. júlí 2017
- Nýr æfingavöllur I, 29. maí – 23. júní 2017.
- Nýr æfingavöllur II, 12. júlí – 4. ágúst 2017.
Heildarverki skal að fullu lokið eigi síðar en 4. ágúst 2017.

Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar frá mánudeginum 27. mars kl. 12:00.

Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða föstudaginn 7. apríl 2017 kl. 11:00.

 

Íþróttasvæðið í Ásgarði

Þrír knattspyrnuvellir
Jarðvinna, yfirborðsfrágangur og lagnir

Garðabær auglýsir eftir áhugsömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna jarðvinnuframkvæmda við þrjá knattspyrnuvelli og strandblakvelli á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði og svæði austan Hraunsholtslækjar.

Útboðsgögn er hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar.

Upphaf verks er 2. maí 2017. Fullbúnum núverandi æfingavelli skal skilað tilbúnum undir knattspyrnugras eigi síðar en 16. júní. Heildarverki jarðvinnu með nýjum æfinga- og strandblaksvöllum skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2017.

Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða föstudaginn 31. mars 2017 kl. 11.00.

 

 

Útboð - Urriðaholtsskóli - 1. áfangi. Útboð 04 - lóðarfrágangur

Garðabær, óskar eftir tilboðum í verkið:
Urriðaholtsskóli – 1. áfangi. Útboð 04 - lóðarfrágangur.
Verkið felst í mótun á landslagi, gerð dren- og regnvatnsgarða (fráveitu), yfirborðsfrágang malbikaðra og hellulagðra flata s.s. bílastæða, aðkomusvæða og göngustíga. Einnig smíði og uppbyggingu leiksvæða, girðinga og leiktækja.  Uppsteypa á geymslu á lóðinni og reisingu ljósastaura.

Verkinu skal lokið fyrir 1. nóv. 2017. 
 
Útboðsgögn er hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar frá og með þriðjudeginum 21. febrúar 2017.

Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en  fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 11:00.  Verða þau þá opnuð það að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Útboð - Hagaflöt og Móaflöt í Garðabæ, götur og veitur - endurnýjun 2017.

Garðabær, Veitur ohf, Gagnaveita Reykjavíkur og Míla ehf, óska í sameiningu eftir tilboðum í verkið  

Hagaflöt og Móaflöt í Garðabæ.   Götur og veitur - endurnýjun 2017.

Verkið felst í endurnýjun á yfirborðsefnum utan akbrauta, endurnýjun núverandi veitukerfa og nýlagna Gaganaveitu Reykjavíkur  í ofangreindum götum, auk endurnýjunar heimæða inni á lóðum.

Verkinu skal að fullu lokið þann 1. október 2017.
Útboðsgögn á rafrænu formi verður hægt að sækja án endurgjalds hér á vef Garðabæjar frá og með mánudeginum 6. febrúar n.k.

Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en fimmtudaginn 23.  febrúar  2017  kl. 11.00.    Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Auglýst útboð 2016