Útboð 2016

Auglýst útboð 2016:

Urriðaholt - norðurhluti, 3. áfangi, gatnagerð og lagnir

Garðabær, HS Veitur hf., Veitur ohf., Gagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Urriðaholt – norðurhluti 3. áfangi. Gatnagerð og lagnir.

Verkið felst í nýbyggingu gatna, bílastæða, gangstétta og stíga. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.

Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá EFLU verkfræðistofu, frá og með mánudeginum 7. nóvember 2016, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Tilboð verða opnuð hjá Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, föstudaginn 25. nóvember 2016, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska

Endurnýjun Ásgarðslaugar

Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun Ásgarðslaugar.
Verkið felst í nýjum heitum pottum, vaðlaug, vaktrými og eimbaði ásamt endurnýjun sundlaugar, búningsklefa, útiklefa, danssalar og æfingasalar. Einnig verður kjallari stækkaður og lagnakerfi endurnýjuð.

Útboðsgögn eru afhent á USB minnislykli í móttöku Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík frá kl. 9:00 þriðjudaginn 11. október 2016. Opnun tilboða verður kl: 9:00, miðvikudaginn 9. nóvember 2016, í móttöku Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 9.00 í anddyri Ásgarðslaugar, 210 Garðabæ.

Vetrarþjónusta stofnanalóða og húsagatna í Garðabæ 2016-2019

Garðabær óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu stofnanalóða og húsagatna í Garðabæ 2016-2019.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 4. október nk. í afgreiðslu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.
Opnun tilboða fer fram þriðjudaginn 18. október 2016 kl. 11:00, hjá Mannviti í Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.

Urriðholtsskóli, fullnaðarfrágangur húss að utan

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Urriðaholtsskóli - fullnaðarfrágangur húss að utan.
Tilboðum skal skila í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 18. október 2016, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Ath. opnun tilboða hefur verið frestað til föstudagsins 21. október kl. 11.

Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2016-2019

Garðabær óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2016-2019.
Opnun tilboða fer fram þriðjudaginn 13. ágúst 2016 kl. 11 hjá Mannviti í Urðarhvarfi 6, Kópavogi  

Útboð - Vetrarþjónusta gatna í Garðabæ 2016-2019

Garðabær óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu gatna í Garðabæ 2016-2019.
Opnun tilboða fer fram þriðjudaginn 5. júlí 2016 kl. 11 hjá Mannviti, Urðarhvarfi 6, Kópavogi.

Útboð - Göngu- og hjólastígur

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið “Göngu- og hjólastígur sunnan Vífilsstaða”.
Tilboð skal skila í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, Garðabæ, eigi síðar en fimmtudaginn 2. júní 2016 kl. 11:30.

Endurnýjun knattspyrnugrass

Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun knattspyrnugrass á þremur völlum í Ásgarði.
Tilboð skulu berast VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, fyrir kl. 11 föstudaginn 27. maí 2016. 

Göngu- og hjólastígur sunnan Vífilsstaða

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið “Göngu- og hjólastígur sunnan Vífilsstaða”.
Tilboðum skal skila í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, Garðabæ, eigi síðar en fimmtudaginn 2. júní 2016 kl. 11:30

Bílastæði - Brekkuskógar 1, Álftanesi

Garðabær óskaði eftir tilboðum í nýtt bílastæði við Brekkuskóga 1 á Álftanesi.
Tilboð voru opnuð kl. 11:00, fimmtudaginn 19. maí 2016.

Fundargerð frá opnunarfundi tilboða.

Færsla á innkeyrslu við Garðatorg

Garðabær óskar eftir tilboðum í færslu á innkeyrslu við Garðatorg frá Vífilsstaðavegi.
Tilboðum skal skila í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, fyrir kl. 11:00, þriðjudaginn 24. maí 2016.

Fundargerð frá opnunarfundi tilboða

Útboð - vélavinna

Garðabær auglýsir eftir tilboðum í vinnuvélaþjónustu fyrir Þjónustumiðstöð Garðabæjar
Tilboðum skal skila á skrifstofu Strendings ehf, verkfræðiþjónustu, Fjarðargötu 13-15 , 220 Hafnarfirði, eigi síðar en kl. 11:00 þann 26. maí 2016. 

Fundargerð frá opnunarfundi tilboða